Markaðslausnir og félagsleg aðstoð

Stefán Úlfarsson hagfræðingur hjá ASÍ skrifar um húsnæðismál Miklar hræringar hafa átt sér stað á húsnæðismarkaði síðustu misseri. Segja má að hræringarnar hafi byrjað í upphafi árs 2004 þegar stjórnvöld ákváðu að stefna að hækkun lánshlutfalls íbúðalána í 90% af verði „hóflegrar” íbúðar. Hinn 1. júlí byrjaði Íbúðalánasjóður síðan að bjóða peningalán, fjármögnuð með svokölluðum íbúðabréfum sem eru sniðin að …

Garðyrkjunámið er nú til húsa í háskóla

Landbúnaðarháskóli Íslands Ég er ekki í nokkrum vafa um að þessi sameining á eftir styrkja menntun garðyrkjumanna hér á landi og að garðyrkjan nýtur góðs af, segir Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur sem hefur verið ráðin forstöðumaður starfs- og endurmenntunardeildar Landbúnaðarháskóla Íslands. Sá skóli varð til um síðustu áramót þegar Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri, Rannsóknastofnun landbúnaðarins (RALA) og Garðyrkjuskóli ríkisins voru sameinuð. – …

Forsendur kjarasamninga brostnar

Miðstjórn Samiðnar lýsir yfir þungum áhyggjum af afkomu heimila félagsmanna sinna.  Á sama tíma og mörg fyrirtæki og bankar eru að hagnast um stjarnfræðilegar upphæðir hefur aðeins lítill hluti félagsmanna aðildarfélaga Samiðnar fengið launahækkanir sem halda í við verðbólgu. Þannig liggur fyrir að stærstur hluti félagsmanna hefur orðið fyrir kaupmáttarrýrnun. Miðstjórn Samiðnar telur að forsendur kjarasamninga séu brostnar miðað við …

Nýjar heimasíður

TR www.trnet.is FIT www.fit.rl.is ISFS www.isfs.is FMA www.fma.is FBE www.fbe.is FHS www.klipp.is

Skilríki á byggingavinnustöðum?

Frá og með næstu áramótum verða allir þeir sem starfa á norskum byggingavinnustöðum að bera sýnileg skilríki.  Norska Stórþingið samþykkti lög í þessa veru á síðasta ári m.a. í því markmiði að stemma stigu við ólöglegu vinnuafli.  Norska vinnueftirlitinu var fengið það hlutverk að útfæra reglur um framkvæmd laganna en norska Fellesforbundet hafði þrýst á stjórnvöld að setja lög um …

Miðstjórn fundar í Vestmannaeyjum

Miðstjórn Samiðnar heldur sinn árlega vinnufund í Vestmannaeyjum dagana 7. og 8.september n.k.  Á dagskrá fundarins verður m.a. farið yfir stöðu  kjarasamninganna í ljósi endurskoðunarákvæða þeirra, málefni lífeyrissjóðanna verða rædd og starfsháttanefnd Samiðnar kynnir stöðu mála, auk þess sem starf sambandsins í vetur verður skipulagt.

Sameiningarviðræðum lífeyrissjóða hætt

Viðræðum á milli Sameinaða lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs verslunarmanna um hugsanlega sameiningu hefur verið hætt.  Samsetning sjóðanna er mjög ólík og hafa stjórnir þeirra, á grundvelli ítarlegrar athugunar, metið stöðuna þannig að samruni borgi sig ekki eins og staðan er í dag.