Skilríki á byggingavinnustöðum?

Frá og með næstu áramótum verða allir þeir sem starfa á norskum byggingavinnustöðum að bera sýnileg skilríki.  Norska Stórþingið samþykkti lög í þessa veru á síðasta ári m.a. í því markmiði að stemma stigu við ólöglegu vinnuafli.  Norska vinnueftirlitinu var fengið það hlutverk að útfæra reglur um framkvæmd laganna en norska Fellesforbundet hafði þrýst á stjórnvöld að setja lög um þetta efni.  Skilríkin verða með ljósmynd og tölvurönd sem gerir skattayfirvöldum og vinnueftirliti auðveldara með að fylgjast með því hverjir starfa á tilteknum byggingavinnustöðum. 

Þetta kemur fram á vef Fellesforbundet og verður forvitnilegt að fylgjast með því hvernig þessu máli verður tekið í Noregi og vekur það einnig upp spurningar hvort kerfi sem þetta gæti gengið hér á landi.