Fjórar fræðslumiðstöðvar sameinast undir merkinu IÐAN – fræðslusetur

Iðan – fræðslusetur ehf. varð til við samruna fjögurra fræðslumiðstöðva í iðnaði og ferðaþjónustu í vor. Eigendur Iðunnar eru Samtök iðnaðarins, Samiðn, Matvís, Félag bókagerðarmanna og Samtök ferðaþjónustunnar. Þessir aðilar hafa um árabil verið bakhjarlar fjögurra fræðslumiðstöðva í iðnaði: Menntafélags byggingariðnaðarins, Fræðslumiðstöðvar málmiðnaðarins, Prenttæknistofnunar og Fræðsluráðs hótel- og matvælagreina. Þessi samruni er í takt við þróunina í atvinnulífinu. Hagsmunagæsla og …

Húsasmíðin vinsæl en enginn að læra bifvélavirkjun

Norður í Eyjafirði er starfræktur Verkmenntaskólinn á Akureyri og töluverður hópur iðnaðarmanna útskrifast þaðan á hverju ári. Nám í þeim fögum sem heyra undir starfssvið Samiðnar er einkum í tveimur deildum: byggingardeild og málmiðnum. Þá eru starfræktar deildir fyrir rafiðnir, vélstjórn, matvælanám og listnám, auk bóklegra greina til stúdentsprófs.Hjalti Jón Sveinsson skólameistari VMA segir að aðsóknin sé langmest í byggingardeildina …

Reykir á reiki

Heimir Bj. Janusarson skrifar Garðyrkjuskóli ríkisins hefur verið starfræktur á Reykjum í Ölfusi frá árinu 1939 en virðist nú vera á leið úr byggðarlaginu samkvæmt skipulagshugmyndum landbúnaðarráðuneytisins. Garðyrkjuskólinn var felldur inn í Landbúnaðarháskóla Íslands, LBHÍ, fyrir tæpum tveimur árum. Samkvæmt skipuriti (námskrá) LBHÍ er garðyrkjumenntunin algjört olnbogabarn þar á bæ. Einnig hefur endurmenntun sem var með miklum blóma fyrir sameiningu …

Nám á frumgreinasviði Háskólans í Reykjavík

Blaðamaður Samiðnar hitti að máli nokkra nemendur á frumgreinasviði Háskólans í Reykjavík og náði af þeim spjalli. Þau eru öll á 4. önn og útskrifast því um áramót með frumgreinapróf. Nám á frumgreinasviði er sérhæft undirbúningsnám fyrir framhaldsnám í tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Stefán Elfar Garðarsson er 25 ára menntaður húsasmiður og hefur unnið við þá iðn í …

Samstarf um rekstur á BB-verkefninu

Nýverið var gengið frá samkomulagi milli Samtaka iðnaðarins, Samiðnar og Vinnueftirlits ríkisins um rekstur BB-verkefnisins sem á sér um tveggja ára forsögu þar sem sömu aðilar ráku það um skeið. Verkefnið hófst sem kunnugt er með könnun sem SI og Samiðn létu gera meðal byggingar- og málmfyrirtækja á öryggis-, heilsu- og umhverfismálum fyrirtækjanna og starfsmanna þeirra. SI og Samiðn vildu …

LEIÐARINN: Standast Íslendingar ekki alþjóðlega samkeppni?

Við heyrum oft þegar talað er um alþjóðavæðinguna að erfitt sé að standast erlenda samkeppni og ódýrt vinnuafl. Því er haldið fram að launakostnaður og tengdur kostnaður sé svo hár á Íslandi að við séum ekki samkeppnisfær. Stundum er því haldið fram að ein af forsendum Kárahnjúkavirkjunar sé hið lága tilboð Impregilo í stíflu- og gangagerð og svo notkun ódýrs …

Lóðir, útboð og ódýrt vinnuafl

Lóðaúthlutanir: Á höfuðborgarsvæðinu hefur verið tilfinnanlegur skortur á lóðum undir nýjar íbúðir undanfarin ár. Þessi lóðaskortur hefur verið annar tveggja meginþátta í að hækka íbúðaverð á Íslandi. Hinn þátturinn er breytingar á lánafyrirkomulagi vegna íbúðakaupa. Þetta háa íbúðaverð hefur gert það að verkum að ágóði af byggingarstarfsemi hefur stóraukist. Ekki gréti ég það ef hann skilaði sér til þeirra launamanna …

Misskiptingin er að stórum hluta heimatilbúin

Rætt við Stefán Ólafsson prófessor um aukinn ójöfnuð í samfélaginu sem hnattvæðingunni er oft kennt ranglega um Það hefur gustað nokkuð um Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði að undanförnu. Hann hefur gagnrýnt stjórnvöld fyrir að auka á misskiptinguna með aðhaldi í velferðarkerfinu og breytingum á skattkerfinu sem gagnist fyrst og fremst hinum tekjuhærri í samfélaginu. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa tekið þetta …

Jöfnuður og hagvöxtur

Um þessar mundir erum við á fullu að eyða peningum sem við erum ekki ennþá búin að vinna fyrir. Þess vegna er afar brýnt að við eyðum þeim ekki í tóma vitleysu. Reyndar er bráðnauðsynlegt að við verjum þeim í eins arðbær verkefni og mögulegt er, ella blasir við okkur gjaldþrot. Það er gott og blessað að eyða í stóriðjuverkefni …

Vel búið að starfsmönnum á Orminum langa

Aðbúnaður þeirra tvö þúsund starfsmanna sem vinna við að koma upp geysimikilli gasstöð út af Vestur-Noregi er til fyrirmyndar. Allir starfsmennir búa í eins manns herbergjum með sturtu og salerni, hafa aðgang að þreksal, bókasafni, tölvuherbergi, krá og tómstundaherbergi. Mötuneytið býður morgunverð, hádegismat, fjögurra rétta kvöldmat og kvöldkaffi. Auk þess gefst starfsmönnum reglulega kostur á ferðalögum, menn geta stundað knattspyrnu …