Samstarfsnefnd

  0.1                Samstarfsnefnd   0.1.1          Samningsaðilar eru sammála um að koma á fót samstarfsnefnd þessara aðila, sem fjalli um ágreiningsefni sem upp kunna að koma í sambandi við framkvæmd samningsins.   0.1.2          Nefndin skal skipuð tveimur fulltrúum frá hvorum samningsaðilaaðila og tveimur til vara en kalla má til fleiri fulltrúa ef nauðsyn krefur.

Fræðslumál

  0.1                Námskeið   0.1.1          Starfsmönnum skal eftir því sem við verður komið gefin kostur á að sækja námskeið og kynnisferðir, sem koma þeim að gagni í starfi. Í þeim tilvikum að starfsmaður sæki slík námskeið eða kynnisferðir eftir ákvörðun vinnuveitanda skal hann halda dagvinnulaunum sínum (mánaðarlaun skv. launatöflu) auk vaktaálags ef það á við.   0.1.2          Þegar nýr búnaður er …

Afleysingar

  0.1                Afleysingar   0.1.1          Sé starfsmaður færður tímabundið til að gegna hærra launuðu starfi skal hann fá samsvarandi launamismun bættan, enda gegni hann starfinu samfellt a.m.k. þrjá heila daga og er ekki raðað í launaflokk sem staðgengli.   0.1.2          Sé starfsmaður færður til frambúðar í lægra launað starf skal hann halda óbreyttum launum til jafnlengdar áunnum uppsagnarfresti.

Greiðsla launa

  0.1                Útborgun launa 0.1.1          Við greiðslu launa til starfsmanns á hann rétt á að fá launaseðil merktan nafni sínu. Á launaseðli starfsmanns skulu sundurliðuð laun og frádráttarliðir sem leiða til útgreiddrar launafjárhæðar, auk starfsaldurs og tilvísunar í röðun í kjarasamningi.   0.1.2          Laun skulu greidd fyrsta virkan dag hvers mánaðar, eftirá. Þeir starfsmenn sem við undirritun kjarasamnings njóta greiðslu launa fyrirfram …

Slysatryggingar

  0.1                Almennt   0.1.1          Skylt er vinnuveitendum að tryggja launþega þá, sem samningur þessi tekur til, fyrir dauða, varanlegri örorku eða tímabundinni örorku af völdum slyss í starfi eða á eðlilegri leið frá heimili til vinnustaðar og frá vinnustað til heimilis. Slysatrygging þessi skal enn fremur gilda í frítíma starfsmanna. Um slysatryggingu þessa gilda almennir skilmálar vátryggingarfélags.   0.2                …

Aðbúnaður og hollustuhættir

  0.1                Um öryggismál   0.1.1          OR sér um, að öryggisbúnaður sé ávallt eins fullkominn og frekast er kostur og að fyllsta öryggis sé gætt, og að lög og reglugerðir um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. 0.1.2          Starfsmönnum ber að fara eftir þeim reglum, sem settar eru í því skyni.   0.2                Um vinnuföt   0.2.1          Starfsmenn skulu fá …

Ferðir og gisting

  0.1                Akstur til og frá vinnu   0.1.1          Starfsmenn, sem vinna innan svæðis er afmarkast af leiðakerfi almenningsvagna skulu ferðast til og frá vinnu í eigin tíma og á eigin kostnað. Þetta gildir þó ekki hefji/hætti maður störfum á þeim tíma sólarhrings er almenningsvagnar ganga ekki.   0.1.2          Sé starfsmaður sendur til vinnu fjarri leiðum almenningsvagna, er skylt að …

Orlof

  0.1                Lágmarksorlof   0.1.1          Lágmarksorlof starfsmanna skal vera 24 virkir dagar, þ.e. 192 vinnu­skyldustundir, miðað við fullt ársstarf.   0.2                Vetrarorlof   0.2.1          Eftir 1 árs starf hjá OR á starfsmaður hjá OR rétt á 3ja daga vetrarorlofi.   0.2.2          Eftir 3 ára starf á starfsmaður rétt á 6 daga vetrarorlofi.   0.2.3          Vetrarorlof tekur ekki lengingu með sama …

Matar- og kaffitímar

  0.1                Matartími   0.1.1          Matartími, 30 mínútur, skal vera á tímabilinu kl. 11:30 ‑ 13:30, og telst hann eigi til vinnutíma.   0.1.2          Heimilt er að lengja, stytta eða fella niður matartíma með samkomulagi OR og einfalds meirihluta þeirra starfsmanna sem málið varðar.   0.1.3          Sé matartíma á dagvinnutímabili breytt skv. gr. 3.1.2. lýkur dagvinnutímabili þeim mun síðar eða …

Vinnutími

  0.1                Almennt um 40 stunda vinnuviku 0.1.1          Vinnuvika starfsmanns í fullu starfi skal vera 40 stundir, nema um skemmri vinnutíma sé sérstaklega samið. Virkur vinnutími starfsmanns í dagvinnu er skemmri sem svarar kaffitímum skv. samningum.   0.1.2          Heimilt er að haga vinnu með öðrum hætti en í kafla þessum greinir með samkomulagi starfsmanna og OR og með skriflegu samþykki …