Afleysingar

 

 
0.1.1          Sé starfsmaður færður tímabundið til að gegna hærra launuðu starfi skal hann fá samsvarandi launamismun bættan, enda gegni hann starfinu samfellt a.m.k. þrjá heila daga og er ekki raðað í launaflokk sem staðgengli.
 
0.1.2          Sé starfsmaður færður til frambúðar í lægra launað starf skal hann halda óbreyttum launum til jafnlengdar áunnum uppsagnarfresti.