Matar- og kaffitímar

 

 
0.1.1          Matartími, 30 mínútur, skal vera á tímabilinu kl. 11:30 ‑ 13:30, og telst hann eigi til vinnutíma.
 
 
0.1.3          Sé matartíma á dagvinnutímabili breytt skv. gr. 3.1.2. lýkur dagvinnutímabili þeim mun síðar eða fyrr. Séu matartímar lengdir samkvæmt gr. 3.1.2 telst lengingin ekki til vinnutímans.
 
 
0.2.1          Á venjulegum vinnudegi skulu vera tveir kaffitímar, 15 mínútur og 20 mínútur, og teljast þeir til vinnutíma.
 
0.2.2          Kaffitíma má lengja, stytta eða fella niður með sama hætti og matartíma.
 
 
0.3.1          Sé unnin yfirvinna, skulu matartímar vera 1 klukkustund kl. 19:00 ‑ 20:00 að kvöldi, kl. 02:00 ‑ 03:00 að nóttu og á tímabilinu kl. 11:30 ‑ 13:30 á frídögum samkvæmt grein 2.2. Matartímar þessir á yfirvinnutímabili teljast til vinnutímans.
 
0.3.2          Sé unnin yfirvinna, skulu kaffitímar vera kl. 21:00 ‑ 21:20, 24:00 ‑ 00:20, 05:40 ‑ 06:00 og 07:45 ‑ 08:00.
 
0.3.3          Kaffi‑ og matartímar í yfirvinnu á tímabilinu kl. 08:00 ‑ 17:00 skulu vera þeir sömu og í dagvinnu.
 
 
0.4.1          Sé unnið í matartíma, þannig að matarhlé nái ekki fullum umsömdum tíma skal matartíminn að sama hluta greiðast með yfirvinnukaupi.
 
0.4.2          Matar‑ og kaffitímar á yfirvinnutímabili, sem unnir eru, greiðast sem viðbót við yfirvinnutíma og auk þess kaffitímar í yfirvinnu, sé unnið að fremri mörkum þeirra.
 
 
0.5.1          Starfsmenn, sem eru við störf á föstum vinnustað skulu hafa aðgang að matstofu eftir því sem við verður komið. Matstofa telst sá staður í þessu tilviki, þar sem hægt er að bera fram heitan eða kaldan mat, aðfluttan eða eldaðan á staðnum. Húsakynni skulu vera í samræmi við kröfur heilbrigðisyfirvalda. Starfsmenn greiði efnisverð matarins, en annar kostnaður greiðist af OR.