Senn líður að ögurstund

Síðastliðinn mánudag var haldinn sameiginlegur fundur samninganefnda iðnaðarmannafélaganna í nýju sameiginlegu húsnæði félaganna að Stórhöfða 31.Á fundinn mættu tæplega 100 manns, bæði hér frá höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni í gegnum fjarfund. Á fundinum gerði Kristján Þórður talsmaður iðnaðarmannafélaganna grein fyrir stöðunni í viðræðum við SA.Í hans máli kom fram að viðræður hefðu þokast áfram en töluvert vanti upp á að hægt …

Við þurfum örlítið svigrúm

Tíminn líður og sumarið nálgast sem fyllir okkur bjartsýni og vissu um að okkur muni takast að ljúka kjarasamningi innan ekki langs tíma. Þessa dagana er verið að greiða atkvæði um nýgerða kjarasamninga SGS, VR, Eflingar o.fl. og vonandi fá þeir góða undirtektir hjá þeim sem þeir taka til. Eins og öllum er kunnugt var iðnaðarmannasamfélagið ekki aðili að þessum …

Hefði mátt tryggja víðtækari aðild og sátt

Að baki er viðburðarrík vika. VR-LÍV- SGS-Efling og þau stéttarfélög sem voru í samfloti við þau, gengu frá kjarasamningi og ríkisstjórnin lagði fram aðgerðarpakka með 38 atriðum undir heitinu „Stuðningur ríkisstjórnarinnar við lífskjarasamning“. Full ástæða er til að óska þeim til hamingju sem eiga aðild að þessum nýja kjarasamningi því í honum er margt áhugavert og hluti hans eru efnisatriði …

Vendipunkturinn nálgast

Á okkar vettvangi hafa ekki átt sér stað neinar formlegar kjarasamningsviðræður við SA í vikunni, en eins kunnugt er var viðræðunum slitið fyrir tæpum tveimur vikum síðan. Sáttasemjari hefur boðað iðnaðarmannafélögin á fund n.k. mánudag og þá verður staðan endurmetin. Það sem hefur gerst og mun væntanlega hafa áhrif á gang mála er að VR, Efling og þau félög sem …

Viljann vantar hjá SA

Vikan sem er að kveðja hefur verið viðburðarrík, slitnað hefur upp úr viðræðum iðnaðarmannasamfélagsins og SA og sama gerðist hjá SGS. Formaður LÍV sagði af sér og Ragnar Þór formaður VR tók við formennsku í sambandinu. Í gær settust svo Efling, VR og önnur félög sem eru í samfloti að samningaborðinu. Um miðnætti hófust svo sólarhringsverkföll VR og Eflingar sem …

Við leitum að starfsmanni í móttöku

Iðnfélögin Stórhöfða 31 – Byggiðn, Félag iðn- og tæknigreina, GRAFÍA, MATVÍS, Rafiðnaðarsamband Íslands og Samiðn – leita eftir jákvæðum og hressum starfsmanni í móttöku í fullt starf. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Vinnutími er frá kl. 8-16 alla virka daga nema föstudaga frá kl 8-15. Sjá nánar:  https://capacent.com/is/radningar/storf/idnfelogin/starf-i-mottoku-13169/

Viðræður líklega sigldar í strand

Eftir að samningaviðræður hafa þokast áfram í rétta átt undanfarnar vikur, var alger viðsnúningur í viðræðum síðustu daga. Staðan er orðin þannig, eftir fundi síðustu daga og afarkosti SA, að ómögulegt er að halda viðræðum áfram. Óskað var eftir formlegum fundi með SA í byrjun næstu viku og ætlar ríkissáttasemjari að verða við því. Komi ekki fram nýjar hugmyndir eða …

Hreyfing á málum – fundað um helgina

Ekki er hægt að segja að okkur hafi skilað mikið áfram í samningamálum í vikunni sem er að líða en samt hefur verið hreyfing á málum. Búið er að skipuleggja fundarhöld um helgina. Törnin hefst kl. 11.30 í dag og verður alla helgina. Vonir standa til að okkur takist að ljúka umræðunni um vinnutímastyttinguna um helgina. Takist að ljúka þeirri …

Fyrsti samningafundurinn undir stjórn ríkissáttasemjara

Fimmtudaginn 28. febrúar var haldinn fyrsti samningafundurinn undir stjórn ríkissáttasemjara og fleiri fundir eru fyrirhugaðir næstu daga. Gert er ráð fyrir að látið verði á það reyna hvort takist að ljúka viðræðunum með gerð nýs kjarasamnings. Á þessari stundu liggur ekkert fyrir hvort það muni takast, en það er skýr vilji hjá báðum aðilum að gera alvöru tilraun til að …