Sumarlokun skrifstofu

Vegna sumarleyfa verður skrifstofa Samiðnar lokuð frá 19. júlí og fram yfir verslunarmannahelgi.

Orlofsuppbótin

Orlofsuppbótin, að meðtöldu orlofi, greiðist þann 1.júní miðað við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu (01.05.-30.04), öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum m.v. 30. apríl eða eru í starfi 1.maí.  Orlofsuppbótin er kr. 52.000. Húsasmiðir og pípulagningamenn í ákvæðisvinnu fá greidda orlofsuppbót líkt og aðrir.Iðnnemar í fullu starfi hjá fyrirtæki …

Baráttusamkoma í sjónvarpinu 1. maí

Annað árið í röð og í annað skiptið síðan 1923 getur íslenskt launafólk ekki safnast saman á 1. maí til að leggja áherslu á kröfur sínar. Líkt og í fyrra er brugðist við þessari stöðu með útsendingu frá sérstakri skemmti-og baráttusamkomu sem verður sjónvarpað á RÚV að kvöldi 1. maí (kl. 21:00). Landsþekktir tónlistarmenn, skemmtiatriði og hugleiðingar launafólks víða af á …

Opið bréf til menntamálaráðherra

Iðnfélögin hafna því að vera sniðgengin af ráðherra menntamála í aðdraganda og við töku ákvarðana er varða eflingu iðn- og tæknináms og hafa af því tilefni birt opið bréf þar sem ráðherra, þvert á fyrirheit, kýs að hafa fulltrúa launafólks ekki með í ráðum. Sjá nánar.

130 milljónir endurgreiddar í ár

Ekkert lát er á endurgreiðslum á virðisaukaskatti vegna vinnu iðnaðarmanna við endurbætur og viðhald. Alls hafa borist tæpar 9.000 endurgreiðslubeiðnir til Skattsins samanborið við allt árið 2020 þegar að 45.000 endurgreiðslubeiðnir bárust og árið 2019 þar sem tæplega 12.000 endurgreiðslubeiðnir bárust. Alls nema endurgreiðslur á fyrstu tveimurmánuðum ársins 2021 þegar 130 milljónum. Alls hafa þegar verið afgreiddar 1.500 endurgreiðslubeiðnir vegna …