Nýtt verkfæragjald blikksmiða

Samkvæmt kjarasamningi Samiðnar og SA breytist verkfæragjald blikksmiða þann 1. janúar í kr. 114 til samræmis við breytingu á byggingavísitölu. Sjá nánar.      Sjá fyrri hækkanir.

Kjarasamningsviðræður hafnar

Formlegar kjarasamningsviðræður við Samtök atvinnulífsin eru hafnar en fyrsti viðræðufundur var haldinn þriðjudaginn 21. desember s.l.  Fundurinn  var sameiginlegur með iðnaðarmannasamfélaginu en fyrir liggur að iðnaðarmannafélögin munu hafa samstarf í viðræðunum og voru  fulltrúar á fundinum frá Samiðn, RSÍ, FBM, Matvís og VM.  Fundurinn hófst með því að SA voru kynntar sameiginlegar kröfur er lúta að vinnumarkaðsmálum, iðnlöggjafinni og launalið …

Nýtt Samiðnarblað – Takið ákvarðanir!

Formaður Samiðnar Finnbjörn A. Hermannsson átelur stjórnvöld í nýútkomnu Samiðnarblaði fyrir aðgerðarleysi í mótun framtíðarstefnu í atvinnumálum og hvetur alþingismenn til ákvarðanatöku í stað óraunhæfra tillagna og yfirboða um flata niðurfellingu skulda á kostnað almennu lífeyrissjóðanna: Við sem þjóð verðum að standa saman Að undanförnu hafa aðildarfélög Samiðnar haldið fundi í stjórnum og trúnaðarráðum auk félagsfunda til að móta hugmyndir að …

Kaupmátturinn svipaður og árið 2003

Í Morgunkorni Íslandsbanka kemur fram að kaupmáttur launa nú sé svipaður og hann var árið 2003 og hafi rýrnað um 10,8% sé miðað við janúar árið 2008 þegar hann var mestur.  Samkvæmt Morgunkornshöfundum hefur kreppan því þurrkað upp alla kaupmáttaraukninguna sem átti sér stað á tímabilinu 2004-2008 en nú sé hafin hægfara þróun til aukningar kaupmáttar samhliða hjöðnun verðbólgunnar. Sjá …

Desemberuppbót

Desemberuppbótin, að meðtöldu orlofi, er kr. 46.800 og skal greiðast í síðasta lagi 15.desember miðað við starfshlutfall og starfstíma.  Starfsmenn sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi 01.12 eiga rétt á desemberuppbót.  Starfsmenn í ákvæðisvinnu fá greidda desemberuppbót líkt og aðrir.  Sá tími sem starfsmaður er í fæðinarorlofi telst sem …

DESEMBERUPPBÓT – greiðist í síðasta lagi 15.des.

Desemberuppbótin, að meðtöldu orlofi, er kr. 46.800 og skal greiðast í síðasta lagi 15.desember miðað við starfshlutfall og starfstíma.  Starfsmenn sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi 01.12 eiga rétt á desemberuppbót.  Starfsmenn í ákvæðisvinnu fá greidda desemberuppbót líkt og aðrir.  Sá tími sem starfsmaður er í fæðinarorlofi telst sem …

Fyrsti fundur samninganefndar

Fyrsti fundur samninganefndar Samiðnar verður haldinn fimmtudaginn 11.nóvember þar sem m.a. verður farið yfir niðurstöður kjaramálaráðstefnu Samiðnar sem haldin var 15.október s.l. til undirbúnings endurnýjunar kjarasamninga. 

Kjaramálaráðstefnan 15.okt.

Kjaramálaráðstefna Samiðnar var haldin 15.október s.l. og var þar samþykkt harðorð ályktun um stöðu efnahagsmála í aðdraganda kjarasamninga. Sjá ályktunina.

Vinnuverndarvikan – Örugg viðhaldsvinna

Í tengslum við Evrópsku vinnuverndarvikuna sem nú stendur yfir mun Vinnueftirlitið standa fyrr ráðstefnu og sýningu á Grand Hóteli við Sigtún þriðjudaginn 26.október kl. 13-16:30 og mun Samiðn ásamt Rafiðnaðarsambandinu hafa kynningarbás á sýningunni þar sem Vinnustaðaskírteinin verða kynnt. Sjá nánar. Sýningarbás Samiðnar og Rafiðnaðarsambandsins á ráðstefnu Evrópsku vinnuverndarvikunnar.

Ársfundur ASÍ

Á ársfundi ASÍ sem stóð yfir dagan 14. og 15.október s.l. voru samþykktar ályktanir í átta málaflokkum auk tillagna um breytingar á lögum ASÍ er lúta að skipulagsmálum.  Samiðn átti 22 fulltrúa á ársfundinum en sú nýbreytni var í skipulagi fundarins að unnið var í málstofum með þjóðfundarformi sem mótuðu tillögur að stefnu og ályktunum ársfundarins. Sjá nánar vef ASÍ.