Staðan í dymbilvikunni

Í dymbilvikunni hefur fátt nýtt skeð sem breytt hefur stöðunni í samningaviðræðunum nema það sem komið hefur fram í fjölmiðlum, að SA hefur tekið að sér að vera milliliður milli verkalýðshreyfingarinnar og ríkisstjórnarinnar.Það að SA beri boð frá ríkisstjórninni er fyrst og fremst táknrænt um það vantraust sem ríkir á milli verkalýðshreyfingar og ríkisstjórnar þ.e. að ekki er um bein …

Þurfum að þora að breyta orðum í athafnir

Á miðvikudaginn  felldi Félagsdómur dóm í máli RSÍ og RÚV en deilt var um hvort leyfilegt sé að fleiri en eitt stéttarfélag viðhafi  sameiginlega atkvæðagreiðslu um verkfall.  Niðurstaða dómsins er að slíkt sé ekki leyfilegt heldur verði atkvæðagreiðslan að fara fram í hverju félagi fyrir sig.  Þetta þýðir að Samiðn getur ekki viðhaft sameiginlega atkvæðagreiðslu meðal aðildarfélaganna um heimild til …

Ríkisstarfsmenn fá 20.000 krónur 1. apríl

Í samkomulagi Samiðnar við Fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs frá 1. apríl 2014 var sérstaklega samið um eingreiðslu til handa þeim starfsmönnum sem heyra undir kjarasamning Samiðnar við ríkið. Eingreiðslan nemur 20.000 kr. og á að greiðast þann 1. apríl næstkomandi. Hún miðast við þá sem voru í fullu starfi í febrúar 2015, en þeir sem eru í hlutastarfi og/eða …

Kostnaðarmat á kröfugerð iðnaðarmanna 23,2%

Kostnaðarmat vegna sameiginlegra krafna iðnaðarmanna sem lagðar voru fram í dag þar sem gert er ráð fyrir að byrjunarlaun verði kr. 381.326 og almenn hækkun 20%, er að heildarkostnaðaráhrifin verði 23,2%.  Lægstu kauptaxtar munu hækka meira eða um allt að 37% en kostnaðaráhrifin af þeirri breytingu eru rúm 3% af heildarkostnaðaráhrifunum þar sem verið er að færa kauptaxta nær raunlaunum …

Kröfugerð vegna kjarasamninga

Sambönd og félög iðnaðarmanna sem gert hafa með sér samstarfssamning vegna komandi kjaraviðræðna lögðu í dag fram kröfur sínar á fundi með Samtökum atvinnulífsins.   Megin áherslurnar eru:> Endurskoðun núverandi launakerfa og byrjunarlaun iðnaðarmanna verði kr. 381.326 á mánuði.> Almenn hækkun launa verði 20%.> Verði samið til lengri tíma en eins árs verði laun verðtryggð.> Gert verði átak til að draga úr yfirvinnu og …

Ánægja með samstarfssamning iðnaðarmanna

Formannafundur Samiðnar, sem haldinn var föstudaginn 27.febrúar á Grand hóteli, lýsir yfir mikilli ánægju með samstarfssamning félaga og sambanda iðnaðarmanna í komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Fjöldi félagsmanna þeirra félaga sem eiga aðild að samstarfssamningnum er um 18.000 og tekur til stærsta hluta starfandi iðnaðarmanna á Íslandi. Í komandi kjarasamningum leggja iðnaðarmenn áherslu á:> Að samið verði um laun fyrir …

Samkomulag um samstarf í kjaraviðræðunum

Landssambönd og félög iðnaðarmanna með um 18.000 félagsmenn hafa gert með sér samkomulag um samstarf í komandi kjaraviðræðum. Samkomulagið tekur m.a. til framsetningar á kröfum og markmiðum í aðalkjarasamningum félaganna við SA, samstilltra verkfallsaðgerða og samráðs á vettvangi ASÍ.Krafa iðnaðarmanna í komandi kjaraviðræðum er endurskoðun á launakerfum iðnaðarmanna með það að markmiði að dagvinnulaun dugi til framfærslu. Hún næst meðal …

Áætluð raunávöxtun lífeyrissjóðanna 7,2%

Í nýjasta fréttabréfi Landssamtaka lífeyrissjóða Vefflugunni kemur fram að áætluð raunávöxtun lífeyrissjóðanna á síðasta ári hafi verið 7,2%.  Sé borið saman við s.l. 20 ár var ávöxtunin 4% að jafnaði og 5,1% ef litið til s.l. 5 ára. Sjá nánar.

Formaður FIT: Iðnaðarmenn urðu fyrir verulegri kjararýrnum í hruninu

Hilmar Harðarson, formaður Félags iðn- og tæknigreina og Samiðnar, segir í leiðara nýjasta fréttabréfs FIT að rétta þurfi hlut iðnaðarmanna í komandi kjarasamningsviðræðum.  Í kjarakönnun sem FIT lét framkvæma meðal félagsmanna og birt er í blaðinu, segjast um 70% klárir í aðgerðir náist ekki samningar. Sjá fréttabréf FIT. 

Misskipting gæðanna er mannanna verk

Í Viðtalinu, viðtalsþætti Boga Ágústssonar s.l. mánudag var rætt við Jason Beckfield prófessor í félagsfræði við Harvard háskóla í Bandaríkjunum. Beckfield hefur stundað rannsóknir á aukum ójöfnuði og skrifaði m.a. doktorsritgerð sína um ójöfnuð í evrópskum samfélögum.Niðurstaða hans er að ójöfnuður fari vaxandi í Evrópu. Megin ástæðan sé annars vegar minnkandi áhrif stéttarfélaganna sem hafi verið drifkraftur í uppbyggingu velferðarkerfa …