Bókun um réttarstöðu starfsmanna við eigendaskipti á fyrirtæki

Samningsaðilar eru sammála um, að eigendaskipti að fyrirtækjum eða samruni fyrirtækja geti ekki breytt ráðningarkjörum, þar með talið orlofs- og veikindarétti starfsmanna, nema undan hafi farið uppsögn ráðningarsamnings. Gagnkvæmur uppsagnarfrestur aðila breytist ekki við eigendaskipti að fyrirtæki. Aðilar eru sammála um, að fyrri eigandi kynni fyrirhugaðar breytingar á rekstri eða sölu fyrirtækis, með eins miklum fyrirvara og kostur er. Við …

Bókun um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum

Á meðan reglugerð um framkvæmd XI. kafla laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum hefur ekki verið sett, gilda eftirfarandi ákvæði: Við ráðningu leggur starfsmaður fram heilbrigðisvottorð, sé þess óskað af atvinnurekanda. Starfsmaður á rétt á að fara í læknisskoðun að loknu fyrsta starfsári og síðan á tveggja ára fresti í vinnutíma, þó aldrei lengur en þrjár klst. í …

Bókun um trúnaðarmenn

Samningsaðilar eru sammála um að efla menntun og þekkingu trúnaðarmanna á vinnustöðum til viðbótar því sem gert er ráð fyrir í almennum ákvæðum um trúnaðarmenn. Sú viðbótarmenntun á að gera trúnaðarmenn hæfari til að vera í forsvari fyrir starfsmenn í viðræðum við stjórnendur um fyrirtækjaþátt samninga skv. kafla V. Með vísan til þess skipa aðilar (ASÍ -VSÍ/VMS) sameiginlega nefnd sem …

Kaup og kjör iðnnema

1. gr. Ganga skal frá skriflegum námssamningi við iðnnema eigi síðar en mánuði eftir að hann kemur til náms hjá meistara. Fyrstu 6 mánuðir námstíma skv. iðnnámssamningi skoðast sem reynslutími. Hvenær sem er á reynslutímanum getur hvor aðila um sig slitið námssamningi. Á reynslutímanum er gagnkvæmur uppsagnarfrestur aðila ein vika. Verði námssamningi slitið á reynslutímanum skal iðnnemi fá fullnaðaruppgjör við …

Fylgiskj. 7 Veikindaréttur

Veikindaréttur bíliðnamanna                                                                             Önnur slys en vinnuslys,                             Vinnuslys, atvinnu-             og aðrir sjúkdómar en Starfstími.        sjúkdómar.                           atvinnusjúkdómar. Á 1. mánuði        3 mán. dagvinna Á 2. mánuði        2 dagar á staðgengils-           2 dagar á staðgengilskaupi                            kaupi + 3 mán. dagvinna. Á 3. mánuði        4 dagar á staðgengils-           4 dagar á staðgengilskaupi                            kaupi + 3 mán. dagvinna. Á 4 mánuði         6 dagar á staðgengils-           6 dagar á staðgengilskaupi                            kaupi + …

Fylgiskj. 2 Skilgreiningar á launaflokkum

Fylgiskjal nr. 2 með samningi Samiðnar og Bílgreinasambandsins frá 18. maí 2004 vegna skilgreiningar á launaflokkum  Skilgreiningar á launaflokkum. 1.      Flokkur 2.      Flokkur 3.      Flokkur 4.      Flokkur 5.      Flokkur 6.      Flokkur Aðstoðarverkstjóri II.   * Starfar á litlu verkstæði. 7.      Flokkur Sérmenntaður sveinn (2. þrep).  Sveinn sem lokið hefur öðru þrepi í sérnámi og á þann hátt  sérhæft sig í búnaði …

Fylgiskj. 1. Skipulag vinnutíma

Samningur um ákveðna þætti er varða skipulag vinnutíma milli Alþýðusambands Íslands og Vinnuveitendasambands Íslands og Vinnumálasambandsins. Með tilvísun til samningsins um Evrópska efnahagssvæðið hafa Alþýðusamband Íslands og Vinnuveitendasamband Íslands og Vinnumálasambandið gert með sér eftirfarandi samning til að hrinda í framkvæmd tilskipun Evrópusambandsins, nr. 93/104/EB, frá 23. nóvember 1993 um ákveðna þætti er varða skipulagningu vinnutíma. Tilskipunin er hluti EES-samningsins …

Meðferð ágreiningsmála, sérsamninga og gildistíma

16.1.             Meðferð ágreiningsmála Deilum um kaup og kjör eða hliðstæðum ágreiningi starfsmanna og atvinnurekenda, sem upp kunna að koma á samningstímanum, skulu samningsaðilar reyna að leysa með beinum viðræðum. 16.2.             Lágmarkskjör 16.2.1.            Samningar, sem gerðir eru milli einstakra sveina og atvinnurekenda og innihalda lakari kjör en samningur þessi, gilda ekki. 16.2.2.           Staðbundin sératriði einstakra félaga, gilda eftir því …

Samningsforsendur

15.1              Markmið aðila með samningi þessum er að stuðla að efnahagslegum stöðugleika og jafnvægi á vinnumarkaði, sem hvort tveggja er grundvöllur uppbyggingar og fjölgunar starfa.  Í samræmi við þessi markmið hvílir samningur þessi á eftirfarandi forsendum: 1.       Að verðlag þróist í samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. 2.       Að sú launastefna og þær kostnaðarhækkanir sem í samningnum felast verði almennt …

Launakerfi, undirbúningur og upptaka hvetjandi launakerfa

14.1     Launakerfi 14.1.1.          Launakerfi skulu byggjast á fastlaunakerfi og/eða hvetjandi launakerfum. 14.1.2.          Stefnt skal að því að hvetjandi launakerfi spanni sem mest af starfssviði starfsmanna, að meðtöldum þeim þáttum, sem unnir eru af starfsmönnum utan Samiðnar. 14.2.    Undirbúningur og upptaka hvetjandi launakerfa 14.2.1           Við undirbúning og upptöku hvetjandi launakerfa, skal hafa hliðsjón af samningi VSÍ, VMS og ASÍ „Leiðbeiningar um undirbúning …