Á meðan reglugerð um framkvæmd XI. kafla laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum hefur ekki verið sett, gilda eftirfarandi ákvæði:
Við ráðningu leggur starfsmaður fram heilbrigðisvottorð, sé þess óskað af atvinnurekanda.
Starfsmaður á rétt á að fara í læknisskoðun að loknu fyrsta starfsári og síðan á tveggja ára fresti í vinnutíma, þó aldrei lengur en þrjár klst. í hvert sinn. Starfsmaður skal hafa samráð við vinnuveitanda um hvenær skoðun fer fram. Starfsmaður ber allan kostnað af læknisskoðuninni.
Í læknisskoðuninni felst almenn heilsufarsskoðun og athugun sjúkdóma sem geta orsakast af störfum iðnaðarmanna.
Eftir gildistöku nýrra reglna skulu framangreind ákvæði endurskoðuð.