Bókun um breytingar á launatöxtum

Kjarasamningur aðila miðar að því að færa launataxta nær greiddu kaupi án hækkunar á launum sem hærri eru en nýju taxtarnir. Er það gert í fjórum áföngum. Við gildistöku samnings og 1. janúar árin 2005, 2006 og 2007. Minnsta hækkun skal þó í hvert skipti vera eins og segir í gr. 1.2.1. Við mat á því hvort breytingar á launatöxtum …

Yfirlýsing um verktaka

Á síðustu mánuðum hefur færst í vöxt, að samskipti launþega og atvinnu­rekenda hafi verið færð í búning verktakastarfsemi, þar sem launþegi hefur talist undirverktaki vinnuveitanda. Mörg deilumál hafa risið vegna óljósra reglna um réttarstöðu aðila, ábyrgð þeirra í milli og gagnvart þriðja aðila, auk þess, sem rökstuddar grunsemdir hafa vaknað um undirboð í krafti þessa. Þessi skipan dregur úr gildi …

Yfirlýsing um aðlögun starfsfólks við eftirlaunaaldur

Í þeim tilgangi að auðvelda starfsmönnum aðlögun að því að láta af störfum munu Vinnuveitendasamband Íslands og Vinnumálasamband samvinnufélag­anna beina þeim tilmælum til félagsmanna sinna, að þeir leggi sig fram um að koma til móts við óskir starfsmanna um að fá að minnka starfshlutfall sitt á síðustu árum fyrir eftirlaunaaldur.

Bókun um réttarstöðu starfsmanna við eigendaskipti á fyrirtæki

Samningsaðilar eru sammála um, að eigendaskipti að fyrirtækjum eða samruni fyrirtækja geti ekki breytt ráðningarkjörum, þar með talið orlofs- og veikinda­rétti starfsmanna, nema undan hafi farið uppsögn ráðningarsamnings. Gagn­kvæmur uppsagnarfrestur aðila breytist ekki við eigendaskipti að fyrirtæki. Aðilar eru sammála um, að fyrri eigandi kynni fyrirhugaðar breytingar á rekstri eða sölu fyrirtækis, með eins miklum fyrirvara og kostur er. Við …

Bókun um endurmenntun fyrir háriðn

Samningsaðilar eru sammála um að setja á fót starfshóp skipaðan tveimur fulltrúum frá hvorum samningsaðila. Hlutverk hópsins skal vera að meta þörf fyrir endurmenntun starfsfólks í háriðn og forsendur samstarfs aðila. Komist starfshópurinn að sameiginlegri niðurstöðu um endurmenntunargjald skal það taka til greinarinnar allrar og vera hluti kjarasamnings aðila.

Kaup og kjör iðnnema

1. gr. Ganga skal frá skriflegum námssamningi við iðnnema eigi síðar en mánuði eftir að hann kemur til náms hjá meistara. Fyrstu 3 mánuðir námstíma skv. iðnámssamningi skoðast sem reynslutími. Hvenær sem er á reynslutímanum getur hvor aðila um sig slitið náms­samningi. Á reynslutímanum er gagnkvæmur uppsagnarfrestur aðila ein vika. Verði námssamningi slitið á reynslutímanum skal iðnnemi fá fullnaðaruppgjör við …

Meðferð ágreiningsmála

15.1.     Meðferð ágreiningsmála Deilum um kaup og kjör eða hliðstæðum ágreiningi starfs­manna og atvinnurekanda, sem upp kunna að koma á samn­ingstímanum, skulu samningsaðilar reyna að leysa með beinum viðræðum. 15.2.     Lágmarkskjör 15.2.1.           Samningar, sem gerðir eru milli einstakra sveina og atvinnu­rekanda og innihalda lakari kjör en samningur þessi, gilda ekki. 15.2.2.           Staðbundin sératriði einstakra félaga, gilda eftir því sem við …

Samningsforsendur

14.1.     Samningsforsendur Markmið aðila með samningi þessum er að stuðla að efnahagslegum stöðugleika og jafnvægi á vinnumarkaði, sem hvort tveggja er grundvöllur uppbyggingar og fjölgunar starfa.  Í samræmi við þessi markmið hvílir samningur þessi á eftirfarandi forsendum: 1.       Að verðlag þróist í samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. 2.       Að sú launastefna og þær kostnaðarhækkanir sem í samningnum felast verði almennt …

Heimavinna

13.1.     Heimavinna Óheimilt er sveinum að taka að sér heimavinnu í hárgreiðslu­faginu.

Trúnaðarmenn

12.1.     Kosning trúnaðarmanna Starfsmönnum er heimilt að kjósa einn trúnaðarmann á hverj­um vinnustað, þar sem starfa 5 til 50 starfsmenn og tvo trúnaðarmenn séu starfsmenn fleiri en 50. Að kosningu lokinni tilnefnir Félag hársnyrtisveina vegna sveina trúnaðarmennina. Verði kosningu eigi við komið skulu trúnaðarmenn tilnefndir af FHS vegna sveina. Trúnaðarmenn verði eigi kosnir eða tilnefndir til lengri tíma en tveggja …