Deilum um kaup og kjör eða hliðstæðum ágreiningi starfsmanna og atvinnurekanda, sem upp kunna að koma á samningstímanum, skulu samningsaðilar reyna að leysa með beinum viðræðum.
15.2.1. Samningar, sem gerðir eru milli einstakra sveina og atvinnurekanda og innihalda lakari kjör en samningur þessi, gilda ekki.
15.2.2. Staðbundin sératriði einstakra félaga, gilda eftir því sem við á, þótt þau séu ekki tekin með í samning þennan.
Síðast gildandi kjarasamningur aðila framlengist til 31. desember 2007 og fellur þá úr gildi á sérstakrar uppsagnar.
Reykjavík, 29. apríl 2004