Meðferð ágreiningsmála

15.1.     Meðferð ágreiningsmála

Deilum um kaup og kjör eða hliðstæðum ágreiningi starfs­manna og atvinnurekanda, sem upp kunna að koma á samn­ingstímanum, skulu samningsaðilar reyna að leysa með beinum viðræðum.

15.2.     Lágmarkskjör

15.2.1.           Samningar, sem gerðir eru milli einstakra sveina og atvinnu­rekanda og innihalda lakari kjör en samningur þessi, gilda ekki.

15.2.2.           Staðbundin sératriði einstakra félaga, gilda eftir því sem við á, þótt þau séu ekki tekin með í samning þennan.

15.3.     Gildistími

Síðast gildandi kjarasamningur aðila framlengist til 31. desember 2007 og fellur þá úr gildi á sérstakrar uppsagnar.

Reykjavík, 29. apríl 2004