Í baráttu við holurnar átján

 Samiðnarmótið í golfi hefur fest sig í sessi. Metþátttaka var í ár   Glæsilegur bolti, flott högg, fínt pútt – þetta var meðal þess sem heyra mátti á Strandavelli við Hellu 16. júní síðastliðinn þegar hið árlega golfmót Samiðnar fór þar fram. Tíðindamaður Samiðnarblaðsins slóst í för með fjórum keppendum til að taka aðeins púlsinn á þessari íþrótt sem nýtur …

Þeir sem ekki sækja námskeið detta fljótt út úr faginu

Hvaða námskeið eru vinsælust meðal iðnaðarmanna? Hvað er í boði af endurmenntun?   Eftir því sem tækninni fleygir fram verður þörfin fyrir símenntun og endurmenntun stöðugt brýnni. Þetta eru kannski engin ný sannindi en verða æ ljósari með hverju árinu sem líður. Á starfsvettvangi iðnaðarmanna birtist þetta í því að stöðugt koma ný efni til sögunnar, nýjar aðferðir, nýjar vélar …

Mat á kjarasamningum

Stefán Úlfarsson hagfræðingur hjá ASÍ skrifar   Nú eru stéttarfélög innan Alþýðusambands Íslands farin að undirbúa gerð kjarasamninga sem flestir eru lausir frá næstu áramótum. Við þá vinnu er eðlilegt að lagt sé mat á árangur síðustu samninga, þ.e. samninganna frá árinu 2000. Hér verður gerð tilraun til slíks mats.   Samningarnir 2000: Almennt   Árið 2000 sömdu landssambönd innan …

Færum taxtana nær greiddum launum

 – Fjórir forystumenn iðnaðarmanna segja álit sitt á kjarasamningunum og stinga út kúrsinn fyrir þá næstu   Kjarasamningarnir sem gerðir voru fyrir þremur árum eða svo renna út um næstu áramót. Það er því ágætur tími til að gera upp samningstímabilið, hvað náðist og hvað náðist ekki, hvernig framkvæmd samninganna var og hvað mætti betur fara. Einnig fer að verða …

Aldrei of seint að fara í framhaldsnám

 Einar Gunnarsson blikksmiður hóf nám í byggingartækni í Danmörku kominn langt á sextugsaldur. – Ekkert stórmál, en þarf að skipuleggja vel, segir hann.   – Auðvitað er það mál að rífa sig upp, flytja til útlanda og setjast á skólabekk þegar maður er kominn yfir miðjan aldur og með fullt af skuldbindingum á bakinu. Það skiptir mestu að undirbúa þetta vel, …

Magnús er með elsta þak landsins undir

 – Ég er hér að lagfæra elsta þak á landinu. Timbrið sem ég er að meðhöndla er upprunalega þakklæðningin sem var sett á húsið þegar það var byggt árið 1765, segir Magnús Helgi Alfreðsson trésmiður þar sem hann stendur við faktorshúsið í Neðstakaupstað á Ísafirði. Hann hefur frá því í vor unnið við viðgerðir á þaki hússins sem er eins …

Klúður við Kárahnjúka

Stóriðjuframkvæmdir eru hafnar á Austurlandi. Það fer ekki á milli mála þegar ekið er upp á Vesturöræfi, sem eitt sinn voru friðsæl heimkynni sauðkindarinnar, hreindýranna og stöku ferðamanna sem vildu upplifa hálendi Íslands í kyrrð og ró. Rykmökkur liggur nú yfir svæðinu. Ryk frá tugum ef ekki hundruðum bíla sem eru á stöðugri ferð um svæðið. Ryk frá sprengjum. Hundruð …

Verðum að setja stopp

Verðum að setja stopp á hugsunarháttinn hjá þeim sem bera ábyrgð á framkvæmdunum við Káranhnjúka – Mér sýnist að hér sé farið heldur illa af stað. Það er eiginlega sorglegt að sjá hvað þessi stærsta framkvæmd Íslandssögunar höktir nú um stundir. Ég get ekki betur séð en að íslensk stjórnvöld hafi látið sér nægja að taka ákvörðun um að skella sér í …

Sameining stéttarfélaga

FIT – Félag iðn- og tæknigreina tilbúið í slaginn   – Nýja félagið tók formlega til starfa 1. maí, á baráttudegi verkalýðsins. Þetta er stórt félag og verður öflugt, segir Hilmar Harðarson bifvélavirki sem var kjörinn formaður Félags iðn- og tæknigreina – FIT – á stofnfundi þess 12. apríl í vor. Félagið varð til eftir að félagsmenn í Bíliðnafélaginu / …

Úr skilaboðaskjóðu formannsins

Allir komnir úr fríum og haustið framundan. Vonandi hafið þið haft það gott í sumar og eruð tilbúin undir haustverkin. Kjarasamningar lausir í byrjun árs og því nóg að gera við að undirbúa kröfugerðar. Uppgjörstími síðustu fjögurra ára. Hvernig hefur kaupmáttur haldist út samningstímann? Hvernig hefur okkar fólk haldið kaupmætti miðað við aðra þjóðfélagshópa? Hvernig er atvinnuástandið framundan? Hvað er …