Félagsmálaskóli alþýðu – vor 2006

Námskeið Félagsmálaskóla alþýðu á vorönn 2006: Starfsmannamál og mannauðsstjórnun Upplýsinga- og samráðsskylda atvinnurekenda Trúnaðarmaður, starf hans og staða Launaseðlar, launaútreikningur og tímaskrift Að kenna fullorðnum Streita og streitustjórnun Túlkun talna Starfsmannaleigur Sjá nánar

Ábyrgð byggingastjóra

Í lok nóvember var haldið námskeiðið Ábyrgð byggingastjóra á vegum Menntafélags byggingariðnaðarins. Á námskeiðinu var fjallað um hlutverk og ábyrgð byggingastjóra, byggingaleyfi og vátryggingamál. Farið var yfir þau atriði sem tengjast starfssviði byggingastjóra s.s. uppdrætti, lög reglugerðir og tryggingaslit. Kynnt gildi ýmissa úttekta, t.d. áfangaúttektir, fokheldisúttektir, stöðuúttektir og lokaúttektir. Magnús Sædal Svavarsson, byggingarfulltrúi Reykjavíkur var annar leiðbeinandinn á námskeiðinu og …

Minni aukning kaupmáttar en á síðasta ári

Útlit er fyrir að aukning kaupmáttar launa verði um 1% á þessu ári í stað 3% á síðasta ári.  Aukin verðbólga sem leiðir til þrýstings á verðlag vegur á móti launahækkunum.  Minni kaupmætti og mikilli verðbólgu er spáð 2007. Sjá nánar Morgunkorn Íslandsbanka

Viðbótarlífeyrir skerðir ekki grunnlífeyri almannatrygginga

Landssamtök lífeyrissjóða hafa sent frá sér fréttatilkynningu þar sem því er hafnað að viðbótarlífeyrissparnaður skerði grunnlífeyri almannatrygginga eins og haldið hefur verið fram í fjölmiðlum. „Í fréttum fjölmiðla að undanförnu er svo að skilja að viðbótarlífeyrissparnaður geti haft í för með sér skerðingu á grunnlífeyri almannatrygginga.  Svo er alls ekki og samkvæmt upplýsingum frá  Tryggingastofnun ríkisins eru greiðslur vegna viðbótarlífeyrissparnaðar …

Verkfæragjald blikksmiða

Í samræmi við kjarasamning Samiðnar hækkaði verkfæragjald blikksmiða í kr. 71,74 þann 1. janúar s.l.

Erlent vinnuafl vegur þungt í fólksfjölgunartölum

Aukinn fjöldi aðfluttra umfram brottflutta á síðasta ári skýrir að stórum hluta mestu fólksfjölgun sem orðið hefur á einu ári hér á landi síðan 1959 og vegur hlutur erlents vinnuafls þar einna þyngst. Sjá nánar Morgunkorn Íslandsbanka

Ályktun starfsmannafundar Ísal/Alcan

„Fundur starfsmanna á aðalverkstæði Ísal / Alcan í Straumsvík haldinn 30. desember lýsir megnri andstyggð á þeirri starfsmannastefnu fyrirtækisins sem kemur fram í tilefnislausum  uppsögnum starfsmanna sem unnið hafa farsælt starf í fjölda ára fyrir fyrirtækið og ógeðfelldum aðferðum við brottrekstur.   Í gær var enn einum vinnufélaga okkar sagt upp störfum fyrirvaralaust og án þess að hann fengi nokkra …

Launaskrið í nóvember

Verulegt launaskrið virðist nú vera á almennum vinnumarkaði enda atvinnuleysi hverfandi lítið og skortur á mannafla í ýmis störf. Hagstofan birti í morgun launavísitölu nóvembermánaðar, og hækkaði hún um 0,6% milli mánaða. Laun hafa þá að jafnaði hækkað um 7,3% undanfarna 12 mánuði og kaupmáttur launa miðað við vísitölu neysluverðs um 3%. Sjá nánar Morgunkorn Íslandsbanka