Réttindi og skyldur

13.1 Gildissvið 13.1.1  Samkomulag þetta tekur til allra starfsmanna Strætó bs. sem eru félagsmenn í Samiðn – sambands iðnfélaga. 13.2 Um auglýsingu starfa 13.2.1  Það er skylda Strætó bs. að auglýsa öll laus störf laus til umsóknar á opinberum vettvangi. Skal það gert með 14 daga fyrirvara að jafnaði. Þó er ekki skylt að auglýsa afleysingastörf vegna fæðingarorlofs eða veikinda …

Launaseðill, félags- og iðgjaldagreiðslur o.fl.

12.1 Greiðslur í lífeyrissjóði 12.1.1  Starfsmaður, 18 ára til 70 ára, skal greiða 4% af heildarlaunum í lífeyrissjóð viðkomandi aðildarfélags Samiðnar en launagreiðandi 6% mótframlag. 12.1.2  Mótframlag vinnuveitanda skal vera 6% til 31.12.2004, 9% frá 01.01.2005, 10,25% frá 01.01.2006 og 11,5% frá 01.01.2007. Mótframlag þetta byggir á eftirfarandi forsendum: Að ekki verði breytingar á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna og ef tryggingafræðilegar forsendur …

Samstarfsnefndir

11.1 Samstarfsnefnd 11.1.1  Samningsaðilar skulu hvor um sig tilnefna 2 menn og 2 til vara í samstarfsnefnd sem hafi það hlutverk að koma á sáttum í ágreiningsmálum sem rísa kunna út af samningi þessum. 11.1.2  Hvor aðili um sig getur skotið ágreiningsefnum til nefndarinnar og kallað hana til starfa. 11.2 Starfsmatsnefnd 11.2.1  Starfsmatsnefnd er skipuð annars vegar þremur fulltrúum stéttarfélaga …

Afleysingar

10.1             Staðgenglar 10.1.1  Aðilar eru um það sammála, að eigi þurfi að jafnaði að fela starfsmanni sérstaklega að gegna starfi yfirmanns nema fjarvera yfirmanns vari lengur en 7 vinnudaga samfellt. 10.2             Launað staðgengilsstarf 10.2.1  Sé aðalstarf starfsmannsins launað sem staðgengilsstarf yfirmanns, ber starfsmanninum laun skv. flokki yfirmanns, gegni hann starfi hans lengur en 4 vikur samfellt eða hafi hann gengt …

Fræðslumál

9.1     Námskeið 9.1.1       Starfsmenn skulu eiga kost á námskeiðum og annarri starfsmenntun til að auka við þekkingu sína og hæfni. 9.1.2       Starfsmaður sem sækir fræðslu og starfsmenntun með samþykki stofnunar sinnar, skal halda reglubundnum launum, þar með talið vaktaálagi, sem hann ella hefði fengið greitt. 9.1.3       Strætó bs. greiðir sérstakt gjald er nemi 0,35% af heildarlaunum starfsmanns til fræðsluráðs málmiðnaðarins, …

Aðbúnaður og hollustuhættir

8.1                 Réttur starfsmanna 8.1.1       Allir starfsmenn skulu njóta réttinda samkvæmt gildandi lögum og reglugerðum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, enda falli starf þeirra ekki undir önnur lög. 8.2                 Vinnustaðir 8.2.1       Vinnustaður skal þannig úr garði gerður, að þar sé gætt fyllsta öryggis og góðs aðbúnaðar og hollustuhátta samkvæmt gildandi lögum og reglugerðum. 8.3                 Lyf og sjúkragögn 8.3.1       Algengustu …

Verkfæri og hlífðarfatnaður – verkfæralisti

7.1                 Verkfæri 7.1.1       Starfsmanni er ekki skylt að leggja sér til verkfæri og vinnutæki nema svo sé sér­staklega um samið. 7.1.2       Ef starfsmaður leggur til handverkfæri skv. meðfylgjandi listum og samkomulagi við vinnuveitenda, skal greiða sérstakt verkfæragjald sem hér segir:          Hjá byggingarmönnum                   kr. 26,91          Hjá skipasmiðum                            kr. 22,94          Hjá netagerðamönnum                   kr.   7,17          Hjá …

Atvinnuleysistryggingar

6.1                 Atvinnuslysatryggingar 6.1.1       Starfsmenn skulu slysatryggðir allan sólarhringinn fyrir dauða eða vegna varanlegrar örorku. Um trygginguna gilda mismunandi bótafjárhæðir og tryggingaskilmálar eftir því hvort starfsmaður verður fyrir slysi í starfi eða utan starfs. Um skilmála trygginga þessara gilda sérstakar reglur hvað varðar borgarstarfsmenn nr. sl.1/90 og nr. sl.-2/90 samþykktar af borgarráði þann 5. júní 1990. 6.1.2       Dánarslysabætur eru: 1.  Ef …

Ferðir og gisting

5.1                 Ferðakostnaður samkvæmt reikningi 5.1.1       Kostnaður vegna ferðalaga innanlands á vegum Strætó bs. skal greiðast eftir reikningi, enda fylgi fullnægjandi frumgögn. Sama gildir, ef hluti vinnudags er unninn svo langt frá föstum vinnustað, að starfsmaður þarf að kaupa sér fæði utan heimilisins eða fasts vinnustaðar. 5.1.2       Starfsmenn skulu fá fyrirframgreiðslu áætlaðs ferðakostnaðar. 5.1.3       Um uppgjör ferðakostnaðar, þar með talið akstursgjald, …

Orlof

4.1        Lengd orlofs 4.1.1       Lágmarksorlof skal vera 192 vinnuskyldustundir miðað við fullt ársstarf. Starfsmaður, sem unnið hefur hluta af fullu starfi eða hluta úr ári, skal fá orlof 16 vinnuskyldustundir fyrir fullt mánaðarstarf. Þegar starfsmaður í vaktavinnu fer í orlof, skal hann fá óyggjandi upplýsingar um, hvenær hann skuli mæta á vakt að orlofi loknu, og skal þá að jafnaði miða …