Aðbúnaður og hollustuhættir

6.1              Réttur starfsmanna 6.1.1           Allir starfsmenn skulu njóta réttinda skv. lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, enda falli starf þeirra ekki undir önnur lög. 6.2              Um vinnustaði 6.2.1           Vinnustaður skal þannig úr garði gerður, að þar sé gætt fyllsta öryggis og góðs aðbúnaðar og hollustuhátta, sbr. VI. kafla laga nr. 46/1980. 6.3              Lyf og sjúkragögn 6.3.1           …

Ferðir og gisting

5.1              Ferðakostnaður skv. reikningi 5.1.1           Kostnaður vegna ferðalaga innanlands á vegum vinnuveitanda skal greiðast eftir reikningi, enda fylgi fullnægjandi frumgögn. Sama gildir ef hluti vinnudags er unninn svo langt frá föstum vinnustað að starfsmaður þarf að kaupa sér fæði utan heimilis eða fasts vinnustaðar. 5.1.2           Starfsmenn skulu fá fyrirframgreiðslu áætlaðs ferðakostnaðar. 5.1.3           Um uppgjör ferðakostnaðar, þar með talið akstursgjald, fer …

Orlof – orlofsuppbót

4.1              Lengd orlofs 4.1.1           Lágmarksorlof skal vera 192 vinnuskyldustundir miðað við fullt ársstarf. Starfsmaður sem unnið hefur hluta af fullu starfi eða hluta úr ári, skal fá orlof 16 vinnuskyldustundir fyrir fullt mánaðarstarf. Þegar starfsmaður í vaktavinnu fer í orlof, skal hann fá óyggjandi upplýsingar um hvenær hann skuli mæta á vakt að orlofi loknu og skal þá að jafnaði …

Matar- og kaffitímar – fæði og mötuneyti

3.1      Matar- og kaffitímar á dagvinnutímabili 3.1.1           Matartími, 30 mín., skal vera á tímabilinu kl. 11:30 – 13:30 og telst hann eigi til vinnutíma. 3.1.2           Heimilt er að lengja, stytta eða fella niður matartíma með samkomulagi fyrirsvarsmanna stofnunar og einfalds meirihluta þeirra starfsmanna sem málið varðar. 3.1.3           Sé matartíma á dagvinnutímabili breytt skv. gr. 3.1.2, lýkur dagvinnutímabili þeim mun síðar …

Vinnutími

2.1              Almennt 2.1.1           Vinnuvika starfsmanna í fullu starfi skal vera 40 stundir nema um skemmri vinnutíma sé sérstaklega samið. 2.1.2                      Heimilt er að haga vinnu með öðrum hætti en í kafla þessum greinir með samkomulagi starfsmanna og forráðamanna stofnunar og með skriflegu samþykki samningsaðila. Samningsaðilum er heimilt að semja um rýmkun dagvinnutíma á virkum dögum, umfram þau tímamörk sem um …

Viðauki vegna iðn- og starfsþjálfunarnema

Viðauki vegna iðn- og starfsþjálfunarnema a)     Orlofsuppbót iðn- og starfsþjálfunarnema skal nema 36,5% af orlofsuppbót skv. 4.2.3 b)     Desemberuppbót iðn- og starfsþjálfunarnema skal nema 52,7% af desemberuppbót skv. 1.7.3. c)      Iðnnemar skulu njóta aðildar að lífeyrissjóðum og skulu greiðslur til lífeyrissjóðanna þeirra vegna fara eftir kjarasamningi Samiðnar. d)     Iðnnemar skulu njóta fullrar aðildar að sjúkrasjóði og orlofssjóði sveinafélags og skulu …

Bókanir og fylgiskjöl

Bókun 1 – Árangurslaun Verði tekin upp árangurslaun hjá félagsmönnum Samiðnar skulu þau byggja á eftirfarandi:  Stofnun/fyrirtæki sem ætlar að taka upp árangurslaun verður að skilgreina markmið og árangursmælikvarða í starfsáætlun. Með markmiðum er átt við t.d. lækkun kostnaðar, bætta þjónustu eða bætta verkferla. Mælikvarðar stofnunar/fyrirtækis skulu vera skýrir og raunhæfir miðað við áætlaða starfsemi. Starfsmenn skal upplýsa fyrirfram um …

Samningsforsendur og gildistími

16.1 Samningsforsendur 16.1.1  Komi til endurskoðunar á launatöflu, starfslaunum eða hæfnislaunum skv. kjarasamningum Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, Eflingar – stéttarfélags og Kjarafélags Tæknifræðingafélags Íslands á samnings­tímabilinu, þá skulu samningsaðilar endurskoða þennan samning með það að markmiði að gera hliðstæðar breytingar. 16.1.2  Ákvarðanir um starfslaun á grundvelli starfsmats sem taka gildi þann 1. ágúst 2005, sbr. 16.2.2, skulu miða við að starfslaun félagsmanna …

Trúnaðarmenn og vinnustaðafundir

15.1             Kosning trúnaðarmanna 15.1.1  Starfsmönnum er heimilt að kjósa einn trúnaðarmann á hverjum vinnustað þar sem starfa 5 til 50 starfsmenn og tvo trúnaðarmenn séu starfsmenn fleiri en 50. Að kosningu lokinni tilnefnir viðkomandi aðildarfélag Samiðnar trúnaðarmennina. Verði kosningu ekki viðkomið, skulu trúnaðarmenn tilnefndir af félaginu. 15.1.2  Trúnaðarmenn verða eigi kosnir eða tilnefndir til lengri tíma en tveggja ára í …

Réttur starfsmanna í fæðingarorlofi og veikindum

14.1             Gildissvið 14.1.1  Kafli þessi tekur til foreldris sem er í a.m.k. 25% starfi og starfað hefur í samfellt 6 mánuði fyrir fæðingu barns síns hjá hlutaðeigandi launagreiðanda og er með gilda ráðningu við upphaf orlofsins. 14.2             Réttarstaða starfsmanna í fæðingarorlofi  14.2.1  Um uppsöfnun og vernd réttinda í fæðingarorlofi fer skv. 14. gr. laga um fæðingar- og foreldraorlof, þó með …