Bókanir um árangurslaun, tryggingarákvæði og laun starfsþjálfuna

Bókun 1 – Árangurslaun Verði tekin upp árangurslaun hjá félagsmönnum Samiðnar skulu þau byggja á eftirfarandi:  Stofnun/fyrirtæki sem ætlar að taka upp árangurslaun verður að skilgreina markmið og árangursmælikvarða í starfsáætlun. Með markmiðum er átt við t.d. lækkun kostnaðar, bætta þjónustu eða bætta verkferla. Mælikvarðar stofnunar/fyrirtækis skulu vera skýrir og raunhæfir miðað við áætlaða starfsemi. Starfsmenn skal upplýsa fyrirfram um …

Samningsforsendur og gildistími

16.1 Samningsforsendur 16.1.1  Komi til endurskoðunar á launatöflu, starfslaunum eða hæfnislaunum skv. kjarasamningum Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, Eflingar – stéttarfélags og Kjarafélags Tæknifræðingafélags Íslands á samnings­tímabilinu, þá skulu samningsaðilar endurskoða þennan samning með það að markmiði að gera hliðstæðar breytingar. 16.1.2  Ákvarðanir um starfslaun á grundvelli starfsmats sem taka gildi þann 1. ágúst 2005, sbr. 16.2.2, skulu miða við að starfslaun félagsmanna …

Trúnaðarmenn og vinnustaðafundir

15.1             Kosning trúnaðarmanna 15.1.1  Starfsmönnum er heimilt að kjósa einn trúnaðarmann á hverjum vinnustað þar sem starfa 5 til 50 starfsmenn og tvo trúnaðarmenn séu starfsmenn fleiri en 50. Að kosningu lokinni tilnefnir viðkomandi aðildarfélag Samiðnar trúnaðarmennina. Verði kosningu ekki viðkomið, skulu trúnaðarmenn tilnefndir af félaginu. 15.1.2  Trúnaðarmenn verða eigi kosnir eða tilnefndir til lengri tíma en tveggja ára í …

Réttur starfsmanna í fæðingarorlofi og veikindum

14.1             Gildissvið 14.1.1  Kafli þessi tekur til foreldris sem er í a.m.k. 25% starfi og starfað hefur í samfellt 6 mánuði fyrir fæðingu barns síns hjá hlutaðeigandi launagreiðanda og er með gilda ráðningu við upphaf orlofsins. 14.2             Réttarstaða starfsmanna í fæðingarorlofi  14.2.1  Um uppsöfnun og vernd réttinda í fæðingarorlofi fer skv. 14. gr. laga um fæðingar- og foreldraorlof, þó með …

Réttindi og skyldur

13.1 Gildissvið 13.1.1  Samkomulag þetta tekur til allra starfsmanna Reykjavíkurborgar sem eru félagsmenn í Samiðn – sambands iðnfélaga. 13.2 Um auglýsingu starfa 13.2.1  Það er skylda stofnana og fyrirtækja Reykjavíkurborgar að auglýsa öll laus störf laus til umsóknar á opinberum vettvangi. Skal það gert með 14 daga fyrirvara að jafnaði. Þó er ekki skylt að auglýsa afleysingastörf vegna fæðingarorlofs eða …

Launaseðill, félags- og iðgjaldagreiðslur o.fl.

12.1 Greiðslur í lífeyrissjóði 12.1.1  Starfsmaður, 18 ára til 70 ára, skal greiða 4% af heildarlaunum í lífeyrissjóð viðkomandi aðildarfélags Samiðnar en launagreiðandi 6% mótframlag. 12.1.2  Mótframlag vinnuveitanda skal vera 6% til 31.12.2004, 9% frá 01.01.2005, 10,25% frá 01.01.2006 og 11,5% frá 01.01.2007. Mótframlag þetta byggir á eftirfarandi forsendum: Að ekki verði breytingar á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna og ef tryggingafræðilegar forsendur …

Samstarfsnefndir

11.1 Samstarfsnefnd 11.1.1  Samningsaðilar skulu hvor um sig tilnefna 2 menn og 2 til vara í samstarfsnefnd sem hafi það hlutverk að koma á sáttum í ágreiningsmálum sem rísa kunna út af samningi þessum. 11.1.2  Hvor aðili um sig getur skotið ágreiningsefnum til nefndarinnar og kallað hana til starfa. 11.2 Starfsmatsnefnd 11.2.1  Starfsmatsnefnd er skipuð annars vegar þremur fulltrúum stéttarfélaga …

Afleysingar

10.1             Staðgenglar 10.1.1  Aðilar eru um það sammála, að eigi þurfi að jafnaði að fela starfsmanni sérstaklega að gegna starfi yfirmanns nema fjarvera yfirmanns vari lengur en 7 vinnudaga samfellt. 10.2             Launað staðgengilsstarf 10.2.1  Sé aðalstarf starfsmannsins launað sem staðgengilsstarf yfirmanns, ber starfsmanninum laun skv. flokki yfirmanns, gegni hann starfi hans lengur en 4 vikur samfellt eða hafi hann gengt …

Fræðslumál

9.1     Námskeið 9.1.1       Starfsmenn skulu eiga kost á námskeiðum og annarri starfsmenntun til að auka við þekkingu sína og hæfni. 9.1.2       Starfsmaður sem sækir fræðslu og starfsmenntun með samþykki stofnunar sinnar, skal halda reglubundnum launum, þar með talið vaktaálagi, sem hann ella hefði fengið greitt. 9.1.3       Reykjavíkurborg greiðir sérstakt gjald er nemi 0,35% af heildarlaunum starfsmanns til fræðsluráðs málmiðnaðarins, fræðslumiðstöðvar …

Aðbúnaður og hollustuhættir

8.1                 Réttur starfsmanna 8.1.1       Allir starfsmenn skulu njóta réttinda samkvæmt gildandi lögum og reglugerðum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, enda falli starf þeirra ekki undir önnur lög. 8.2                 Vinnustaðir 8.2.1       Vinnustaður skal þannig úr garði gerður, að þar sé gætt fyllsta öryggis og góðs aðbúnaðar og hollustuhátta samkvæmt gildandi lögum og reglugerðum. 8.3                 Lyf og sjúkragögn 8.3.1       Algengustu …