Samiðn – samband iðnfélaga býður í kaffi 1. maí

Iðnfélögin Stórhöfða 31, Samiðn- samband iðnfélaga, Félag iðn- og tæknigreina og Byggiðn- félag byggingamanna bjóða félagsfólki í kaffi 1. maí nk. að Stórhöfða 29 – 31 sem hefst að kröfugöngu lokinni. Við hvetjum félagsfólk til að koma til okkar og þiggja veitingar.

Safnast verður saman í kröfugöngu kl. 13:00 á Skólavörðuholti.

Kröfuganga hefst kl. 13:30

Nánar um dagskrána: 1mai.is