Samiðn undirritaði í Karphúsinu í síðdegis í dag undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Auk Samiðnar skrifuðu Efling og Starfsgreinasambandið undir samninga.
Samningarnir gilda til fjögurra ára, til 2028, og kveða á um árlegar kauphækkanir.
Samkvæmt samningunum hækka laun árlega að lágmarki um 23.750 krónur 1. febrúar síðastliðinn og í hlutfalli við það upp launflokka. Almenn launahækkun er 3,25 prósent á þessu ári en 3,5 prósent á næstu þremur árum þar á eftir – þær hækkanir koma til framkvæmda 1. janúar ár hvert.
Desemberuppbót fyrir starfsmann í fullu starfi verður 106 þúsund krónur á þessu ári og hækkar um 12 þúsund krónur á samningstímanum. Þá verður lágmarksorlof 25 dagar, hafi starfsmaður unnið í sex mánuði hjá fyrirtæki en 28 dagar að fimm árum liðnum.
Rauði þráðurinn í samningi Samiðnar og SA er sá metnaður að ná niður verðbólgu og vöxtum í landinu.
Ríkisstjórnin tilkynnti á sjöunda tímanum í dag umfangsmiklar aðgerðir ríkis og sveitarfélaga sem styðja eiga við markmið kjarasamninga.