Vel heppnað námskeið að baki

Vel heppnað trúnaðarmannanámskeið var haldið á vegum Samiðnar daganna 22. og 23. febrúar. Námskeiðið telst til fjórða hluta.
Trúnaðarmennirnir sem tóku þátt í námskeiðinu voru mjög ánægðir með afraksturinn í lok námskeiðsins. Um var að ræða einstaklega skemmtilegan og jákvæðan hóp sem hafði áhuga á að styrkja sig sem trúnaðarmenn á sínum vinnustað. Fjörugar og athyglisverðar umræður fóru fram bæði í kennslusal sem og við kaffikönnuna.

Á námskeiðinu var megináhersla lögð á notkun hagfræði við gerð kjarasamninga og hvernig hún er nýtt til að mæla kaupmátt sem og hvaða áhrif t.d. verðbólga hefur á kaupmátt launa.

Seinni dagurinn var nýttur til að kynna lög sem heyra undir vinnulöggjöfina sem er grundvöllur allra kjarasamninga. Einnig var farið yfir önnur lög; svo sem fæðingarorlofslöggjöfina, atvinnuleysistryggingar, ábyrgðarsjóð laun, skaðabótalögin ofl. Jafnframt var farið yfir gerð kjarasamninga.

Kennsla og umsjón námskeiðsins var í höndum Halldórs Oddssonar, lögfræðings ASÍ, Steinunnar Bragadóttur, hagfræðings ASÍ, og Gunnars Halldórs Gunnarssonar frá FIT.

Hér má sjá myndir frá deginum.