Vel heppnað afmælisgolfmót

Kristján Björgvinsson og Vilhjálmur Steinar Einarsson báru sigur úr býtum á afmælisgolfmóti Samiðnar sem fram fór á Hólmsvelli í Leirunni sunnudaginn 20. ágúst síðastliðinn.

Keppt var hvoru tveggja í höggleik með og án forgjafar.

Sigurvegarar í höggleik án forgjafar

  1. Kristján Björgvinsson
  2. Árni Freyr Sigurjónsson
  3. Hans Óskar Isebarn

Sigurvegarar í höggleik með forgjöf

  1. Vilhjálmur Steinar Einarsson
  2. Ágúst Þór Gestsson
  3. Ríkharður Kristinsson

Veitt voru nándarverðlaun á mótinu en þar varð Ríkharður Kristinsson hlutskarpastur. Einnig voru veitt verðlaun fyrir lengsta upphafshögg á 18. holu. Lengst sló Vilhjálmur Steinar, sigurvegari í höggleik með forgjöf.

Golfmótið var afar vel heppnað enda var leikið í blíðskaparveðri og aðstæður allar eins og best verður á kosið.

Samiðn óskar sigurvegurum og öðrum verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn og þakkar þátttakendum fyrir eftirminnilegan dag í Leirunni.