Vel heppnað námskeið

Samiðn hélt vel heppnað trúnaðarmannanámskeið daganna 30. og 31. mars. Námskeiðið telst til annars hluta.

Kennsla og umsjón námskeiðsins var í höndum Sigurlaugar Gröndal, Guðfinns Þórs
Newman, Gunnars Halldórs Gunnarssonar og Hildigunnar Guðmundsdóttur.

Á námskeiðinu var lögð megináhersla á mikilvægi góðra samskipta á vinnustað og hvernig megi
stuðla að góðum samskiptum. Seinni dagurinn fór í að kynna innihald og uppbyggingu
kjarasamninga, nýgerða kjarasamninga.

Einnig fór fram almenn kynning á starfsemi stéttarfélaga, réttindum félagsmanna, sjóðum þess og tilgangi. Hlutverk trúnaðamanns var haft að leiðarljósi í öllum þáttum kennslunna.

Trúnaðarmennirnir sem tóku þátt í námskeiðinu voru mjög ánægðir með afraksturinn í lok
námskeiðsins og fóru strax að spyrja hvenær næsti hluti yrði. Þetta var einstaklega skemmtilegur
og jákvæður hópur sem hafði áhuga á að styrkja sig sem trúnaðarmenn á sínum vinnustað. Fjörugar
og athyglisverðar umræður fóru svo fram í litlu hófi, þegar áfanganum var fagnað.

Fleiri myndir af námskeiðinu má sjá hér.