Samið í orkugeiranum

Samiðn – samband iðnfélaga undirritaði í dag, þriðjudaginn 21. mars, nýja kjarasamninga vegna starfsfólks aðildarfélaga í orkugeiranum. Skrifað var undir kjarasamninga við Landsvirkjun, HS Orku og HS Veitur.

Í gær, mánudaginn 20. var samningur við Samtök atvinnulífsins vegna Orkuveitu Reykjavíkur undirritaður.

Samningarnir eru á sambærilegum nótum og aðrir kjarasamningar sem undirritaðir hafa verið að undanförnu. Kynning þessara samninga fer fram á næstu dögum.

Atkvæðagreiðslur um samningana þrjá hefjast klukkan 12 á hádegi miðvikudaginn 22. mars. Þeim lýkur klukkan 12 á hádegi 28. mars.

Kosningarnar eru rafrænar og fara fram á „Mínum síðum“ aðildarfélaganna.