Tuttugu og þrjár faggreinar hafa tilkynnt þátttöku á Íslandsmóti iðn- og verkgreina, Mín framtíð, sem haldin verður í Laugardalshöll dagana 16. – 18. mars nk.
Á mótinu munu 27 skólar á framhaldsskólastigi kynna fjölbreytt námsframboð, bæði verklegt og bóklegt, og svara spurningum um námsframboð og inntökuskilyrði.
Keppendur takast á við krefjandi og raunveruleg verkefni í samkeppni sem reynir á hæfni, skipulagshæfileika og fagmennsku.
Greinarnar eru:
Bakaraiðn, Bifreiðasmíði, Bílamálun, Fataiðn, Forritun, Framreiðsla, Grafísk miðlun, Gull- og silfursmíði, Hársnyrtiiðn, Húsasmíði, Kjötiðn, Matreiðsla, Málaraiðn, Málmsuða, Pípulagnir, Rafeindavirkjun, Rafvirkjun, Skrúðgarðyrkja, Snyrtifræði, Vefþróun, Veggfóðrun og dúkalögn.
Sigur á Íslandi getur gefið möguleika á að fara og keppa í Evrópu á Euroskills en næsta keppni fer fram í Gdansk í september 2023.
Á Minni framtíð sýna einnig 15 iðn- og verkgreinar á mótssvæðinu og leyfa gestum jafnvel að prófa handtökin.
Þær 15 sýningargreinar sem um ræðir eru:
Blikksmíði, Blómaskreytingar, Garðyrkjuframleiðsla, Skógrækt, Sjúkraliðar, Megatronics, Húsgagnasmíði, Jarðvirkjun, Múraraiðn, Fótaðgerðarfræði, Einka -og styrktarþjálfun, Flugnám – atvinnuflug, Kvikmyndatækni, Hljóðtækni.