Framkvæmdastjóri

Samiðn leitar að öflugum og reyndum leiðtoga til að sinna starfi framkvæmdastjóra.
Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf sem reynir á samskiptafærni og frumkvæði.

Framkvæmdastjóri heyrir undir stjórn Samiðnar og starfar náið með formanni.
Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á að starfsemi og rekstri sambandsins í samræmi við lög þess.

Nýs framkvæmdastjóra bíða áhugaverð og ögrandi verkefni við að efla starf Samiðnar, stuðla
að innleiðingu ákvæða nýrra kjarasamninga auk annarra verkefna.

Umsóknarfrestur er til og með 12. janúar nk.

Starfssvið

 • Ber ábyrgð á rekstri og starfsemi sambandsins gagnvart stjórn.
 • Fylgir eftir ákvörðunum stjórnar.
 • Sinnir samskiptum og samstarfi við aðildarfélög og samstarfsaðila innan lands sem utan.
 • Situr í ýmsum nefndum og ráðum fyrir hönd Samiðnar.
 • Samskipti við aðra aðila vinnumarkaðarins.

Hæfniskröfur

 • Háskólamenntun, iðnmenntun eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
 • Þekking á eða reynsla af vinnumarkaðsmálum.
 • Þekking á starfsemi félagasamtaka er kostur.
 • Lipurð og afburðahæfni í mannlegum samskiptum.
 • Leiðtogahæfni og geta til að vinna í hópi.
 • Frumkvæði og metnaður.
 • Góð tölvukunnátta og hæfni í Excel.
 • Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti nauðsynleg.
 • Góð enskukunnátta og þekking á einu Norðurlandamáli er kostur.

Umsókn skal senda á starf@samidn.is og fylgja þarf ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf
þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Nánari upplýsingar veita Hilmar Harðarson (hilmar@samidn.is) og Ólafur Magnússon (olafur@samidn.is)