Miðstjórn Samiðnar var nýverið á vinnufundi í Færeyjum.. Þar var meðal annars fundað með Föryoa Handverkarafelaginu sem er systurfélag Samiðnar í Færeyjum.
Þá kynnti miðstjórn Samiðnar sér starfsemi Vinnuhúsins í Færeyjum og fékk góða innsýn yfir það verklag þegar kjarasamningaviðræður eiga sér stað. Þá var farið í heimsókn í skólann Glasir sem annast kennslu á iðngreinum í Færeyjum. Aðstaðan þar var til mikillar fyrirmyndar. Loks fékk miðstjórn Samiðnar kynningu á starfsemi Bakkafrost þar sem m.a. er stuðst við íslenskt hugvit í framleiðslunni.
Var það sómdóma álit miðstjórnar Samiðnar að ferðin hafi heppnast vel og verið gagnleg.