Miðstjórnarfundur Samiðnar

Miðstjórn Samiðnar samþykkti á fundi sínum tvær ályktanir sem snúa annars vegar að átakinu Allir vinna og hins vegar að lögverndun iðngreina.

  1. Samiðn vill festa átakið Allir vinna varanlega í sessi

Samiðn, samband iðnfélaga, hvetur stjórnvöld að tryggja að átakið Allir vinna verði fest varanlega í sessi. Þetta kemur fram í ályktun miðstjórnarfunds sambandsins. Meðal þeirra ráðstafana sem stjórnvöld gripu til á árinu 2020 var átakið Allir vinna sem fólst í því að virðisaukaskattur vegna framkvæmda og endurbóta var endurgreiddur að öllu leyti.

Í ályktun Samiðnar segir að umræddar aðgerðir hafi heppnast vel og nema t.d. endurgreiðslurnar fyrir janúar til ágúst á þessu ári samtals 5,9 milljarða króna. Átakið stuðlar að mörgum virðisaukandi verkefnum til samfélagsins. Enn fremur skiptir það miklu máli út frá neytendasjónarmiðum. Samiðn hvetur því stjórnvöld að festa umrædd átak í sessi sem að öllu óbreyttu rennur út um næstkomandi áramót.

  • Hvetur stjórnvöld til að viðhalda lögverndun iðngreina

Í ályktun Samiðnar kemur fram að það sem skipti almenning mestu máli þegar kemur að störfum iðnaðarmanna séu gæði vinnu þeirra. Þetta kom fram í könnun sem Ráðhúsið vann fyrir Samiðn í ágúst sl. Eitt það mikilvægasta til að tryggja góð vinnubrögð í iðngreinum er að viðhalda ríkum kröfum sem gerðar eru til þeirra sem hyggjast starfa þar. Að neytendur geti fullvissað sig um að fá faglega þjónustu frá fagmanni sem þekki til verka hér á landi. Stjórnvöld verða því að tryggja að lögvernduð iðngreina sé tryggð og að ríkur hvati sé til staðar að leita sér iðnmenntunar.