Miðstjórnarfundur Samiðnar fór fram í lok síðustu viku. Á fundinum fór formaður Samiðnar yfir skýrslu sina og framkvæmdastjóri yfir helstu verkefni sambandsins, auk þess sem ársreikningur sambandsins var staðfestur. Á fundinum hélt Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarseðlabankastjóri, erindi um stöðu þjóðhagsbúsins og spár Seðlabankans um framhaldið.
Var það álit stjórnarmanna í Miðstjórn Samiðnar að fundurinn hafi verið vel heppnaður og var sérstaklega mikil ánægja með erindi Rannveigar.