Fjórir keppendur frá Íslandi munu taka þátt í World Skills International sem er alþjóðlegt heimsmeistaramót iðn- og verkgreina og haldið er annað hvert ár. Að þessu verður mótið haldið í Leipzig í Þýskalandi dagana 2. – 7. júlí en búist er við að keppnin verði sú fjölmennasta frá því World Skills var fyrst haldin í Madrid á Spáni árið 1950. Íslendingar hafa tekið þátt í mótinu frá árinu 2007.