Haustfundur miðstjórnar Samiðnar verður að þessu sinni haldinn á Akureyri dagana 24. og 25. september. Meðal þess sem fjallað verður um á fundinum er undirbúningur fyrir ársþing Alþýðusambandsins sem haldið verður í október og sambandsstjórnarfund Samiðnar í lok nóvember. Þá mun Gylfi Arbjörnsson forseti ASÍ mæta á fundinn og fara yfir stöðu kjarasamninganna og endurskoðunarákvæði þeirra.