Viltu hætta að reykja?

Krabbameinsfélag Reykjavíkur hefur um árabil haldið námskeið fyrir einstaklinga eða hópa sem vilja hætta að reykja. Næsta námskeið hefst mánudaginn 1. október 2012. Þátttakendur hittast átta sinnum á 3 mánaða tímabili, að námskeiði loknu er þátttakendum fylgt eftir. Á námskeiðinu fá þátttakendur fræðslu og ráðgjöf til að hætta að reykja ásamt stuðning til að takast á við reyklausa framtíð. Leiðbeinandi er Ingibjörg K. Stefánsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Námskeiðið kostar 14.000 kr. (sem jafngildir því að reykja pakka á dag í 14 daga, þegar pakkinn kostar 1000 kr). Hjón, öryrkjar, eldri borgarar, atvinnulausir og nemar fá 10% afslátt. Hægt er að skrá sig á reykleysi@krabb.is eða í síma 540 1900. Nánari upplýsingar hér.

Fagleg hjálp bætir árangur.