Verkefnið er tilraunaverkefni til þriggja ára og hefur það að markmiði að efla vinnumiðlun og stuðla að virkari vinnumarkaðsaðgerðum fyrir þá atvinnuleitendur sem eru félgsmenn FIT og Byggiðnar á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum.
STARF ehf vinnumiðlun og ráðgjöf annast framkvæmd verkefnisins en félögin tóku formlega við þjónustunni þann 1. ágúst. Félagsmenn þeirra á höfuðborgarsvæðinu geta haft samband við Stefán í síma 5356000 eða í netfangið stefan.starf@samidn.is en hann hefur aðsetur á þjónustuskrifstofu félaganna í Borgartúni 30. Félagsmenn FIT á Suðurnesjum geta haft samband við atvinnuráðgjafana Guðbjörgu Kristmundsdóttur (gudbjorg.starf@vsfk.is) og Gunnar H. Gunnarsson (gunnar.starf@vsfk.is) í síma 421 8001 en þau hafa aðsetur á skrifstofu FIT í Króssmóum 4 í Reykjanesbæ. Atvinnuleitendur sem eru utan höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja munu áfram sækja þjónustu til Vinnumálastofnunar og ráðgjafa á viðkomandi svæði.
Rétt er að vekja athygli á því að verkefnið snýr ekki síður að launagreiðendum en atvinnuleitendum og er ástæða til að hvetja launagreiðendur til að leita til Stefáns eða Guðbjargar og Gunnars vanti þá fólk til starfa.
Sjá nánar á heimasíðu STARF ehf.