Batnandi horfur á vinnumarkaði?

Ef marka má nýútkomna hagvaxtarspá Greiningar Íslandsbanka stefnir í að horfur á vinnumarkaði og í efnahagslífinu fari batnandi en spáin gerir ráð fyrir að atvinnuleysi verði 6% í ár og 5% árið 2014 og hagvöxtur verði 2,7% á næsta ári og 3% árið 2014. Greiningardeildin spáir aukningu fjárfestingar í atvinnulífinu en að verðbólgumarkmið Seðlabankans nást ekki á næstu árum því spáin hljóðar upp á 5,5% meðalverðbólgu á þessu ári, 3,6% á næsta ári og svo hækkun í 4,5% árið 2014.

Sjá spá Greiningardeildar Íslandsbanka.