Finnbjörn A. Hermannsson formaður Samiðnar og Fagfélagsins birtir á vef Fagfélagsins hugleiðingu vegna umfjöllunar fjölmiðla um svarta atvinnustarfsemi iðnaðarmanna og fjölda á atvinnuleysisskrá. Í greininni vekur formaður athygli á að margar ástæður geta legið að baki ef ekki næst ráðningarsamband milli atvinnurekanda og atvinnulauss manns, ekki sé hægt að draga þá ályktun að atvinnulausir iðnaðarmenn séu í svartri atvinnustarfsemi hlaupi þeir ekki til þegar haft er við þá samband.