Leiðari – Það eru mannréttindi að hafa aðgang að húsnæði

 

Á Íslandi er öruggur aðgangur að húsnæði ein af grunnforsendum þess að geta lifað hamingjusömu lífi, búið fjölskyldunni umhverfi þar sem hún getur þroskast og dafnað. Það er þekkt staðreynd að húsnæðismál hafa afgerandi áhrif á þroska og getu barna. Þau sem sífellt eru að flytja og skipta um umhverfi eiga erfiðara með að ná góðum ár-angri í skólum og meiri líkur eru á því að þau flosni upp úr námi en börn sem búa við stöðugt umhverfi.
Á síðustu þremur árum hafa orðið miklar breytingar á húsnæðismarkaðnum. Verð á íbúðar- húsnæði hefur hækkað langt umfram launaþróun í landinu, sérstaklega á höfuðborgar- svæðinu. Þessi verðsprenging hefur gert það að verkum að stórir hópar fólks eiga í erfiðleikum með að eign- ast húsnæði eða leigja á almennum markaði. Að komast inn á markaðinn í fyrsta sinn án þess að eiga verulega fjármuni reynist ungu fólki nánast ókleift. Efnalítið fólk ræður ekki við afborganir og rekstur húsnæðis og þá gríðarlega háu húsaleigu sem nú þekkist. Á sama tíma hefur dregið úr félagslegum stuðningi hins opinbera við öflun húsnæðis og langir biðlistar myndast hjá mörgum sveitarfélögum eftir félagslegu leiguhúsnæði. 
Eitt mikilvægasta verkefni núverandi stjórnvalda í samstarfi við sveitarfélög og aðila vinnumarkaðarins er að vinna að skjótum og virkum úrlausnum í húsnæðismálum. Lausnirnar verða að innihalda meðal annars:
Aðstoð við ungt fólk við fyrstu íbúðarkaup með beinum styrkjum og góðri lánafyrirgreiðslu.
Að vaxtabótakerfinu verði breytt með þeim hætti að greiðslubyrði fólks verði viðunandi, meðal annars með því að draga verulega úr skerðingum vegna eignarmyndunar og með því að húsnæðisform njóti jafnréttis.
Að tryggt verði nægjanlegt félagslegt húsnæði á vegum sveitarfélaga og almannahagsmunasam-taka fyrir tekjulítið fólk.
Að skilgreint verði upp á nýtt hlutverk sveitarfélaga við félagslega aðstoð, meðal annars með tilliti til réttar fólks til félagslegs húsnæðis.
Að húsleigubætur verði hækkaðar og tryggt að þær fylgi verðlagi.
 Það er algjört forgangsverkefni að taka á þeim miklu vandamálum sem snúa að tekjulægsta
hópnum og finna þeim málum varanlegan far-veg. En hins vegar má öllum vera það ljóst miðað við núverandi ásand á húsnæðismarkaðnum að verði ekki tekið heildstætt á málaflokknum mun sá hópur fólks sem þarf á félagslegri aðstoð fara hratt vaxandi. Það er þróun sem hægt er að koma í veg fyrir og við eigum að sameinast um að    byggja upp húsnæðiskerfi þar sem flestir geta með góðu móti staðið á eigin fótum. Núverandi ríkisstjórn samanstendur af tveimur stærstu stjórnmálaflokkum landsins, sem skapar einstakt tækifæri til að komast að samkomulagi um framtíðarskipulag húsnæðismála.  Framtíðar-skipulag sem tryggir í senn trausta félagslega að-stoð fyrir þá sem sannarlega þurfa á henni að halda og húsnæðismarkað þar sem hlutfall eigin húsnæðis er hátt.