Laun iðnaðarmanna hækkuðu um 8,8% á árunum 2005 – 2006 á meðan aðrar stéttir hækkuðu um allt að 11,5%. Að meðaltali hækkuðu laun á almennum vinnumarkaði um 10,3% á sama tímabili. Þetta kemur fram í nýrri vísitölu launa sem Hagstofan birtir nú í fyrsta sinn, en henni er ætlað að meta þróun reglulegra launa á almennum vinnumarkaði og verður gefin út ársfjórðungslega.
Þann fyrirvara þarf að hafa á vísitölunni að hún metur einungis regluleg laun sem gerð eru upp á hverju útborgunartímabili og geta t.d. ákvæðisvinnulaun iðnaðarmanna fallið utan við þá skilgreiningu.