0.1.1 Samningur þessi gildir frá 1. desember 2004 til og með 31. október 2008 og rennur þá út án frekari fyrirvara.
0.1.2 Samningsaðilar eru sammála um það markmið að stöðugleiki geti haldist í íslensku efnahagslífi. Komi til þess að kaupmáttur launa samkvæmt samningi þessum verði í október 2007 orðinn að meðaltali fyrir samningstímabilið mun lakari en í öðrum kjarasamningum sveitarfélaga með hliðstæðan gildistíma skulu samningsaðilar bera saman forsendur og ef tilefni er til gera tillögur um viðbrögð. Samanburðarárin eru 2005, 2006 og 2007. Náist ekki samkomulag um viðbrögð getur hvor aðili um sig sagt upp samningi þessum með tveggja mánaða fyrirvara og kemur þá ekki til framkvæmda hækkun skv. 1.1.3.
Samningur þessi hefur verið endurskoðaður af samningsaðilum á grundvelli áðurgildandi endurskoðunarákvæða skv. kjarasamningi aðila dags. 29. desember 2004 og gildir svo breyttur til 31. október 2008.
Reykjavík 26. febrúar 2007
F.h. Reykjavíkurborgar
F.h. hlutaðeigandi aðildarfélaga Samiðnar