Þegar starfsmaður vinnur að beiðni yfirmanns í matartíma skal greiða honum laun fyrir hvern stundarfjórðung sem unnið er í (og í yfirvinnu kemur ein klst til viðbótar unnum tíma). Fyrir hvern unninnn kaffitíma greiðist tímalengd hans eins og hann er á hverjum vinnustað.
0.4 Fæði og mötuneyti
3.4.3 Ef stofnunin kaupir mat hjá öðrum aðila en greint er í gr. 3.4.1 skulu starfsmenn greiða fyrir sambærilegan mat upphæð er svarar til fæðispeninga skv. gr. 3.4.4.
0.4.4 Starfsmenn, sem ekki njóta mataraðstöðu samkv. gr. 3.4.1 skulu fá það bætt með kr. 328,50. fyrir hvern vinnuskyldudag. Upphæðin skal taka breytingum pr. 1. ágúst ár hvert í samræmi við breytingu á matar og drykkjavörulið í neysluvísitölu. Vísitala júlímánaðar 2005, 117,6, er grunnvísitala. Efirfarandi skilyrði skulu vera uppfyllt:
– Vinnuskylda starfsmanns svarar amk. 50% starfshlutfalli.
– Starfsmaður hafi vinnuskyldu á föstum vinnustað frá kl. 11:00-14:00 að frádregnu matarhléi eða eftir atvikum kl. 18:00-20:30.
– Matarhlé er 1/2 klst.
Starfsmenn í hlutastarfi skulu fá greitt hlutfallslega miðað við starfshlutfall.