Launaseðill, félags- og iðgjaldagreiðslur o.fl.

 

 
0.1.1       Starfsmaður, 18 ára til 70 ára, skal greiða 4% af heildarlaunum í lífeyrissjóð viðkomandi aðildarfélags Samiðnar en launagreiðandi 6% mótframlag.
 
0.1.2       Mótframlag vinnuveitanda skal vera 6% til 31.12.2004, 9% frá 01.01.2005, 10,25% frá 01.01.2006 og 11,5% frá 01.01.2007. Mótframlag þetta byggir á eftirfarandi forsendum: Að ekki verði breytingar á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna og ef tryggingafræðilegar forsendur leiða til breytingar á mótframlagi hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins þá breytist mótframlag samkvæmt þessari grein á sama hátt.
 
 
0.2.1       Í þeim tilvikum sem starfsmaður leggur til viðbótarframlag í séreignarsjóð, greiðir vinnuveitandi framlag á móti allt að 2% gegn 2% framlagi starfsmanns.
 
 
0.3.1       Launagreiðandi greiðir 0,55% af heildarlaunum starfsmanns m.a. til að standa straum af veikinda- og sjúkrakostnaði og renni þær greiðslur til viðkomandi aðildarfélags Samiðnar.
 
 
0.4.1       Reykjavíkurborg skal greiða sérstakt gjald er nemi 0,25% af heildarlaunum starfsmanns í viðkomandi aðildarfélags Samiðnar. Tilgangur orlofsheimilasjóðs er að stuðla að byggingu orlofsheimila og auðvelda félags­mönn­um að njóta orlofsdvalar.
 
 
 
 
0.6.1       Iðgjöldum til lífeyrissjóðs, sjúkrasjóðs, orlofsheimilasjóðs og fræðslusjóðs skal skila mánaðarlega til viðkomandi aðildarfélags Samiðnar. Aðildarfélagi er þó heimilt að fela lífeyrissjóði innheimtu þessara gjalda. Iðgjöldum til lífeyrissjóðs og fræðslusjóðs skal skila til lífeyrissjóðs viðkomandi aðildarfélags Samiðnar.
 
Iðgjöld eru ekki greidd af útlögðum kostnaði s.s. vegna verkfærapeninga, vinnu­fatnaðar eða greiðslum dagpeninga og akstursgjalds.
 
 
0.7.1       Reykjavíkurborg tekur að sér að halda eftir af kaupi starfsmanns félagsgjöldum til viðkomandi aðildarfélags Samiðnar og gera mánaðarlega skil á þeim til viðkomandi félags. Félagsgjöld sem innheimt eru skulu vera hlutfall af heildarlaunum starfsmanns. Breytingar á hundraðshluta félagsgjalda skulu tilkynntar starfsmannahaldinu skriflega a.m.k. fjórum vikum fyrir virkni þeirra í launakerfinu. Breytingar miðist við mánaðamót.
 
0.7.2       Reykjavíkurborg ber að halda iðgjöldum starfsmanns eftir af launum hans og standa viðkomandi sjóðum skil á þeim mánaðarlega ásamt eigin iðgjaldahluta. Gjalddagi iðgjalda hvers mánaðar er 10. næsta mánaðar á eftir og eindagi síðasti dagur þess mánaðar. Eigi greiðsla sér ekki stað innan þess mánaðar, skal innheimta hæstu lögleyfðu vanskilavexti frá gjalddaga til greiðsludags.
 
 
0.8.1       Á launaseðlum sem fylgja kaupgreiðslum, verði greiðslan sundurliðuð, s.s. í dagvinnu, yfirvinnu og vinnu á stórhátíðardögum einnig verði allur frádráttur sundur­liðaður. Þá komi fram uppsafnaður frítökuréttur.