Fræðslumál

 

 
0.1.1       Starfsmenn skulu eiga kost á námskeiðum og annarri starfsmenntun til að auka við þekkingu sína og hæfni.
 
0.1.2       Starfsmaður sem sækir fræðslu og starfsmenntun með samþykki stofnunar sinnar, skal halda reglubundnum launum, þar með talið vaktaálagi, sem hann ella hefði fengið greitt.
 
0.1.3       Reykjavíkurborg greiðir sérstakt gjald er nemi 0,35% af heildarlaunum starfsmanns til fræðsluráðs málmiðnaðarins, fræðslumiðstöðvar bílgreina, menntafélags byggingariðnaðarins og fræðslusjóðs garðyrkjumanna.