Félag iðn- og tæknigreina og Iðnsveinafélag Suðurnesja sameinast

Félagsmenn Félags iðn- og tæknigreina og Iðnsveinafélags Suðurnesja samþykktu í atkvæðagreiðslum að sameina félögin.  Í allsherjaratkvæðagreiðslu Iðnsveinafélagsins samþykktu tæp 80% sameininguna og félagsfundir Félags iðn- og tæknigreina samþykktu sameininguna mótatkvæðalaust.

Sjá nánar heimasíður FIT og ISFS