Á fimmta þingi Samiðnar sem haldið var dagana 4. og 5. maí var Finnbjörn A. Hermannsson endurkjörinn formaður Samiðnar og Hilmar Harðarson kjörinn varaformaður. Auk umfjöllunar um skipulagsmál Samiðnar fór talsverður hluti þingsins í umræður um kjaramál og komandi kjarasamninga, auk þess sem ályktað var um velferðar- og menntamál. Þingið sátu hátt í eitt hundrað fulltrúar iðnfélaga og iðndeilda af öllu landinu.