Um áramótin tóku gildi breytingar á staðgreiðslu skatta og persónuafslætti einstaklinga. Skatthlutfall staðgreiðslu er nú 35,72% og persónuafsláttur er kr. 32.150 á mánuði. Frítekjumark barna er nú kr. 100.745. Tryggingagjaldið er nú 5,34% og mótframlag launagreiðenda í lífeyrissjóð er 8% frá áramótum.