Desemberuppbótin kr.40.700

Desemberuppbótin í ár er kr. 40.700 fyrir þá sem eru í fullu starfi og skal greiðast út eigi síðar en 15.desember.  Iðnnemar fá kr. 25.600.  Starfsmenn í hlutastarfi fá greitt í samræmi við starfshlutfall.  Starfsmenn með skemmri starfstíma skulu fá greitt hlutfallslega miðað við starfstíma sinn, en uppgjörstímabilið er almanaksárið og telst starfsárið þá vera 45 unnar vikur.  

Starfsfólk Reykjavíkurborgar fær kr. 46.000, starfsfólk hjá ríkinu kr. 40.700, starfsfólk sveitarfélaga kr. 59.728 starfsfólk Landsvirkjunar kr. 66.115, starfsfólk Faxaflóahafna kr. 46.000 og starfsfólk Orkuveitunnar kr. 49.300.

Sækja reiknivél

Launahækkun: Öll laun og kjaratengdir liðir hækka um 2,9% þann 1. janúar n.k.

Mótframlag í lífeyrissjóð: Mótframlag launagreiðenda í lífeyrissjóði hækkar í 8% þann 1. janúar n.k.