Viðurkenning fyrir vinnuaðstöðu og starfsumhverfis

Í tengslum við Evrópsku vinnuverndarvikuna veitti Iðnsveinafélag Skagafjarðar tréiðnaðardeild Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra viðurkenningu fyrir mjög góða vinnuaðstöðu og gott starfsumhverfi fyrir nemendur skólans í byggingariðnaði.  Áherslur vinnuverndarvikunnar voru að þessu sinni á ungt fólk „Örugg frá upphafi“ og er það mat Iðnsveinafélagsins að þær öryggiskröfur sem gerðar eru við deildina séu mjög góðar en sem dæmi þá þurfa nemendur að framkvæma áhættugreiningu fyrir hvert verk áður en vinna hefst við vélar.