Veikinda-, slysa- og barnsburðarlaun

 

 
 
            Veikist starfsmaður, skal hann á 1. ári fá laun 2 vinnudaga (vaktir) fyrir hvern mánuð fyrstu 6 mánuðina. Eftir 6 mánuði skal veikindaréttur vera 1 mánuður. Eftir eins árs starf, skulu menn halda óskertum launum í veikindatilfellum hjá Landsvirkjun sem hér segir:
 
            – eftir fyrsta starfsár 84 almanaksdaga á hverjum 12 mánuðum
            – eftir 3ja ára starf 120 almanaksdaga á hverjum 12 mánuðum
            – eftir 5 ára starf 170 almanaksdaga á hverjum 12 mánuðum
            – eftir 10 ára starf 210 almanaksdaga á hverjum 12 mánuðum
 
 
            Í tilvikum samkvæmt gr. 6.1.1 og 6.2 skal starfsmönnum greidd yfirvinna í allt að 1 mánuð, sem þeir eru fjarverandi vegna einstaks sjúk­dóms eða slyss. Þessi yfirvinnugreiðsla miðast við þau laun sem viðkomandi hefði ella notið.
 
 
            Ekki er skylt að greiða starfsmanni laun fyrir veikindadaga/slysadaga, nema fyrir liggi læknisvottorð, sbr. þó gr. 6.3.2.
 
 
            Starfsmenn skulu halda óskertum launum í allt að 12 mánuði, verði þeir fyrir slysi á vinnustað, eða á beinni leið frá heimili til vinnustaðar, eða frá vinnustað til heimilis, eða veikist af orsökum, er rekja má til vinnunnar, sbr. reglur varðandi atvinnusjúkdóma, útgefnar af Samgönguráðuneytinu 7. mars 1956. Trúnaðarlæknir Landsvirkjunar skal gera tillögu um hvernig úrskurða skuli, hvort um atvinnusjúkdóm sé að ræða, en þar til hann hefur gert þá tillögu, skulu úrskurðir um atvinnusjúkdóma vera í höndum nefndar, sem skipuð er 2 fulltrúum frá hvorum samningsaðila og læknislærðum oddamanni, sem aðilar koma sér saman um. Náist ekki samkomulag um oddamann, skal Læknafélag Íslands beðið um að skipa hann. Í öllum tilvikum renni dagpeningar Trygg­inga­stofnunarinnar til Landsvirkjunar. Auk þess sem greint er að ofan greiði Landsvirkjun starfsmönnum dagpeninga í allt að tíu mánuði til viðbótar, þannig að heildardagpeningagreiðsla frá Tryggingastofnun ríkisins og Landsvirkjun geti numið 80% af grunnlaunum að viðbættri verðlagsuppbót, vaktaálagi og fastri yfirvinnu.
 
 
 
            Starfsmanni greiðast því aðeins laun fyrir slysadaga eða endurtekin og varanleg veikindi, að fyrir liggi læknisvottorð.
 
 
            Veikist starfsmaður og geti af þeim orsökum ekki sótt vinnu, skal hann samdægurs tilkynna það stjórnanda sínum, sem ákveður hvort læknisvottorðs skuli krafist. Til vara skal símavakt tilkynnt um veikindi. Læknisvottorð skal að jafnaði vera frá heimilislækni, en þó getur Landsvirkjun hvenær sem er krafist vottorðs frá trúnaðarlækni. Ef læknisvottorðs er krafist, skal það vera starfsmanni að kostnaðarlausu.
 
 
            Landsvirkjun greiðir útlagðan kostnað við læknishjálp vegna slysa sem að ofan greinir jafnlengi og starfsmaður nýtur launa.
 
 
 
            Um greiðslur vegna barnsburðar fer skv. gildandi lögum.
 
 
            Foreldri skal heimilt að verja samtals 10 vinnudögum á hverju 12 mánaða tímabili, til aðhlynningar sjúkum börnum sínum undir 13 ára aldri, verði annarri umönnun ekki komið við, og halda dagvinnulaunum sínum, svo og vaktaálagi, þar sem það á við.
 
 
            Regluleg læknisskoðun starfsfólks skal fara fram eigi sjaldnar en einu sinni á ári. Að öðru leyti vísast til laga nr. 46/1980.
 
 
            Í sjúkrasjóði viðkomandi verkalýðsfélaga greiðir Landsvirkjun 1% af brúttó­launum. Landsvirkjun gerir skil á þessum gjöldum mánaðarlega eftirá.
 
 
 
            Starfsmenn skulu slysatryggðir allan sólarhringinn fyrir dauða eða vegna varanlegrar örorku.
 
 
                                    Rétthafar þessara dánarbóta eru lögerfingjar.
                        Rétthafar þessara dánarbóta eru foreldrar og börn. Taki báðir þessir aðilar bætur, rennur 1/3 hluti bóta til foreldra en 2/3 hlutar bóta skiptast milli barna að jöfnu.
                        Rétthafi dánarbóta þessara er viðkomandi maki eða sambúðar-, samvistaraðili.
                        Stundi barn hins látna á aldrinum 18-25 ára nám á framhaldsskóla- eða háskólastigi í a.m.k. 6 mánuði ársins, er hinn tryggði andaðist, á það sama rétt til bóta.
                        Rétthafa dánarbóta þessara eru viðkomandi börn. Bætur greiðast til fjárhaldsmanns ófjárráða barns.
 
 
            Bætur vegna varanlegrar örorku greiðast í hlutfalli við vátryggingar­fjárhæðina 7.351.000 kr. þó þannig að hvert örorkustig frá 26% til 50% virkar tvöfalt og hvert örorkustig frá 51% til 100% virkar fjórfalt. Slysabætur vegna 100% örorku verða þannig 20.215.400 kr.
 
 
            Slysatryggingin greiðir ekki bætur til starfsmannsins þegar tjón hans fæst bætt úr lögboðinni ökutækjatryggingu.