Ráðning og uppsagnarfrestur

 

4.1       Ráðningarsamningur

 

            Milli hvers starfsmanns og Landsvirkjunar skal gerður skriflegur ráðningar­samningur.

 

4.2       Ráðningartími og uppsagnarfrestur

 

            Ráðningartími skal að jafnaði hefjast með 3ja mánaða reynslutíma.  Fyrstu 3 mánuði skal gagnkvæmur uppsagnarfrestur vera 1 vika, miðað við vikuskipti, næstu 9 mánuði skal uppsagnarfrestur vera 1 mánuður, en eftir 12 mánaða starf skal gagnkvæmur uppsagnarfrestur vera 88 dagar, hvort tveggja miðað við mánaðamót.  Að öðru leyti fer um uppsagnarfrest skv. lögum.

Hjá starfsmönnum 60 ára og eldri með a.m.k. 10 ára starfsaldur hjá Lands­virkjun skal gagnkvæmur upp­sagnar­frestur vera 6 mánuðir.

 

4.3       Fyrirvaralaus uppsögn

 

4.3.1    Vítaverð vanræksla

 

            Uppsagnarákvæði skv. lið 4.2. gilda þó ekki ef starfsmaður sýnir vítaverða vanrækslu í starfi sínu, eða Landsvirkjun gerist brotleg gagn­vart starfsmanni.  Til vítaverðrar vanrækslu telst í þessu sambandi m.a., ef starfsmaður mætir ítrekað of seint til vinnu sinnar, ítrekaðar eða langvarandi fjarvistir frá vinnu án leyfis eða gildra ástæðna, enda hafi starfs­maðurinn fengið skriflega aðvörun, svo og ef starfsmaður óhlýðn­ast réttmætum fyrirmælum verkstjóra.  Trúnaðarmanni skal tilkynnt um mál, sem upp kunna að koma af þessu tagi.

 

4.3.2    Brot á öryggisreglum

 

            Brot á öryggisreglum, sem stofna lífi og limum starfsmanna, svo og tækj­um fyrirtækisins í voða skal varða brottvikningu án undangenginna aðvar­ana, ef trúnaðarmaður og yfirmaður eru sammála um það.