Orlof fastra starfsmanna skal vera sem hér segir:
Að sumri Að vetri
Eftir 1 ár Eftir 3 ár
Orlof 24 dagar 3 dagar 6 dagar
Sumarorlof starfsmanna á reglubundnum fimmskiptum vöktum telst 22 vaktir, vetrarorlof 3 vaktir eftir 1 ár, en 5 vaktir eftir 3 ár.
Þeir, sem skemur hafa unnið, skulu fá orlof í sama hlutfalli.
Starfsmenn skulu auk þess fá 10,17% orlofsfé af yfirvinnu á fyrsta starfsári, 11,59% næstu 2 ár og síðan 13,04%. Um orlof fer að öðru leyti eftir ákvæðum gildandi laga um orlof, þar með talið orlofstímabil. Með samkomulagi starfsmanna og viðkomandi yfirmanns er heimilt að skipta orlofi og taka það hvenær sem er ársins.
Þeir starfsmenn sem samkvæmt ósk Landsvirkjunar taka orlof að hluta utan tímabilsins 2. maí til 30. september skulu fá 25% lengingu þess orlofs, sem fellur utan þess tímabils.
Í orlofssjóði hlutaðeigandi verkalýðsfélaga greiðir Landsvirkjun fjárhæð, sem nemur 0,25% af brúttólaunum þeirra starfsmanna, sem samningurinn tekur til. Landsvirkjun gerir skil á þessum gjöldum mánaðarlega eftir á.
Veikist starfsmaður í orlofi það alvarlega, að hann geti ekki notið orlofsins skal hann á fyrsta degi tilkynna viðkomandi yfirmanni um veikindin og hjá hvaða lækni hann hyggist fá læknisvottorð. Fullnægi hann tilkynningunni og standi veikindin samfellt lengur en þrjá sólarhringa, á launþegi rétt á uppbótarorlofi jafnlangan tíma og veikindin sannanlega vöruðu. Undir framangreindum kringumstæðum skal starfsmaður ávallt færa sönnur á veikindi sín með læknisvottorði. Landsvirkjun á rétt á að láta lækni vitja starfsmanns er veikst hefir í orlofi. Uppbótarorlof skal eftir því sem kostur er, veitt á þeim tíma, sem starfsmaður óskar, og skal veitt á tímabilinu 2. maí – 15. september, nema sérstaklega standi á.
Starfsmenn skulu eiga rétt á fríi án launa í allt að 6 mánuði í einu lagi á 5 ára fresti, enda sé eftirfarandi skilyrðum fullnægt:
1. Starfsmaður skal óska eftir slíku fríi með minnst þriggja mánaða fyrirvara og ákveða yfirmenn þá hvenær frí hefjist og hvenær því ljúki í samráði við starfsmann. Skal leitast við að veita fríið sem næst umbeðnum tíma.
2. Ekki er skylt að veita fleiri en 5% starfsmanna slík leyfi frá störfum samtímis. Starfsmaður skal eiga rétt á að ganga inn í fyrra starf sitt, þegar fríi lýkur samkvæmt framanskráðu.